Menntamál - 01.02.1948, Page 30
24
MENNTAMÁL
LÁRUS J. RIST:
Viðhorf mitt til íþróttamála.}
(Útvarpsrabb.)
Það gleður mig, að þér hafið áhuga á því að heyra um
afstöðu mína til þeirra mála, sem ég gerði að lífsstarfi
mínu og mér hafa orðið
hjartfólgnust, því að ég
þykist vita, að þér hafið
áhuga á málefninu vegna
líkamlegs og andlegs
þroskagildis þess, en ekki
vegna íþróttanna sjálfra.
En hið uppeldislega tel ég
höfuðatriði þessara mála.
Mér er ókleift að lýsa
sjónarmiðum mínum í fá-
um orðum, en verð að láta
mér nægja hér að vísa til
bókar, sem ég rauk í að
skrifa um afstöðu mína og
nefndi Synda eða sökkva.
En bókarformið virtist
mér eina leiðin til þess að
koma skoðunum mínum á
framfæri, svo að gagn yrði að. Bókina reyndi ég að gera
svo úr garði, að hún yrði aðlaðandi, og að fleira mætti af
henni læra en kennarafræði okkar fimleika- og íþrótta-
kennara.
Þessi mál eru svo vandasöm, margþætt og flókin ,að ég
treysti mér ekki til þess að skrifa einhæft um þau, svo að
]) L. J. R. var spurður um þetta efni af hálfu útvarpsins.