Menntamál - 01.02.1948, Page 31

Menntamál - 01.02.1948, Page 31
MENNTAMÁL 25 menn hefðu ánægju af að lesa, en þar sem þau eru hins vegar svo samtvinnuð lífinu og þróun þess frá vöggu til grafar, valdi ég það ráð að kryfja sjálfan mig og gefa mitt eigið lík til frekari rannsóknar. Þróun íþróttamálanna hefur farið nokkuð á annan veg en ég hafði ætlazt til, en þar sem ég í æsku naut nokkurs styrks af almannafé, taldi ég það skyldu mína að gera grein fyrir afstöðu minni, áður en yfir lyki. Stærsti gallinn á meðferð íþróttamálanna virðist mér vera sá, að þau eru að verða tabu. Það heyrist mjög sjald- an talað um þau nema á einn veg og öllu þá sungið lof og dýrð. Á æskuárum mínum voru blöðin full af auglýsingum um voltakross og bramalífselexír, sem voru allra meina bót — nú eru það íþróttir og aftur íþróttir. Voltakrossinn, lífselexírinn og skottulæknarnir eru úr sögunni. Þeir voru margir hverjir góðir menn og þarfir á sínum tíma, og vil ég sízt verða til þess að kasta rýrð á þá. Nú eru læknar teknir við að bæta meinin með lyf jum, sem þeir þekkja, og er almennt krafizt, að þeir beri ábyrgð á heilbrigðisástandi þjóðarinnar, en vissulega mundi verða hlegið að þeim lækni, sem ráðlegði sjúklingi sínum að gleypa heilt apótek, í þeirri góðu trú, að hann fengi þá bót allra sinna meina. En líkamsæfingar, leikfimi, íþróttir og leikir eru apó- tekið, sem sækja má í lyfin, til líkamlegs og andlegs þroska. Allir þessir flokkar: leikfimin, íþróttirnar og leikirnir geta bæði verið mannbætandi og mannskemmandi. Innan þeirra eru mörg undursamleg heilsulyf, en einnig sölt og sýrur, sem vandfarið er með og þekkingu og leikni þarf til að nota. Með hagnýtingu þessara meðala má eftir vild ala upp glæsilega og háttprúða drengskaparmenn eða ruddalega og harðsvíruga heimskingja, sem hernaðarþjóð- unum einum þykir gott að eiga í fórum sínum, þegar á þarf að halda. Eins og heilsuvernd þjóðarinnar er talin á ábyrgð lækn- anna, verður menningarlegt uppeldi hennar hér eftir á

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.