Menntamál - 01.02.1948, Page 36
30
MENNTAMÁL
og athafna og sýndi það í öllum störfum, sem honum var
tiltrúað að leysa af hendi, og þó einkum og alveg sérstak-
lega í fræðslustarfinu.
Hann lét það vera rauða þráðinn í uppeldisstarfinu að
innræta börnunum guðrækni og góða siði. Brýndi fyrir
þeim mikilvægi starfs og manndóms, sem miða til velfarn-
aðar, heiðurs og andlegs þroska, sjálfum sér til blessunar
og þjóðfélaginu í heild til uppbyggingar og farsældar.
Starfsskilyrði voru oftast erfið. Mörg börn, en húsa-
kostur lítill. Bækur og kennsluáhöld af skornum skammti.
En Ágúst reyndi eftir föngum og beztu getu að gera mikið
úr litlu og bæta þetta upp með árvekni og samvizkusemi
í starfi og framkomu gagnvart nemendum og skóla-
heimilum.
Ágúst hætti kennslu 1927, og sneri sér þá óskiptur að
búskap, sem hann stundaði til hinztu stundar með sömu
festu, gætni og árvekni eins og fræðslustarfið.
Allt lífsstarf þessa manns var helgað ræktun, „mann-
rækt og jarðrækt“. Slíkra manna er hollt og gott að minn-
ast, því þeir eru stoðir og styttur sannrar menningar. Á
þeim byggist andleg þróun og efnahagslegt þrek og vel-
megun þjóðarinnar.
Það er fallegt í hvamminum vestanundir Skarðsfjalli,
þar sem Ágúst undi og eyddi dögum ævi sinnar. Allt er
þarna svo traust, fagurt og tilkomumikið. Það er því ei
fjarri sanni að álykta sem svo, að fagurt og tilkomumikið
landslag móti hug og hjarta þeirra, er þess njóta.
Það var bjart yfir Ágústi í blóma lífsins. Af ásjónu hans
Ijómaði tígulegur festusvipur, eins og fjöllunum, sem blasa
við úr hvamminum og augu hans litu daglega.
Þó að Ágúst væri heilsuveill síðustu ár ævinnar, var
hann samt mikill gæfumaður. Hann naut hylli og virð-
ingar sveitunga sinna og annarra, sem hann þekktu. Giftur
var hann hinni ágætustu konu, Sigurlaugu Eyjólfsdóttur,
og eignaðist með henni fimm góð og mannvænleg börn,