Menntamál - 01.02.1948, Page 37

Menntamál - 01.02.1948, Page 37
MENNTAMÁL 31 sem öll eru uppkomin og skipa góðar og virðulegar stöður í þjóðfélaginu. Huggun er það harmi gegn að eiga fagrar og hugljúfar minningar um þá, sem burtu kallast. Og það er ég viss um að kona og börn Ágústar eiga og allir þeir, sem þekktu hann og starfað hafa með honum á einn eða annan hátt. Guðlaugur Jóhannesson. SITT AF HVERJU TÆI Slúðaskólinn á Seljalanclsdal við ísafjarðarkaupstað. Þegar stríðið skall á 1939 og leiðir lokuðust til náms í Svíþjóð og Noregi og ekki var hægt að fá skíðakennara utanlands frá, þá fóru nokkrir áhugamenn um skíðaíþróttir á ísafirði að hugsa um að stofna skíðaskóla. Þessi ætlun þeirra varð að veruleika í þorralok 1943. Skólanum var komið fyrir í skíðaskála skíðafélags ísafjarðar á Selja- landsdal, sem er dalverpi á hjalla í 400—700 m. hæð fyrir sunnan Eyrarfjall, en í vestur írá Skutulsfirði. — Landslag er þarna mjög fjölbreytt og snjóalög fram á sumar. Þeir, sem stóðu að þessari skólastofnun, réðust í vegagerð af þjóð- veginum meðfram Skutulsfirði og hættu eigi þrátt fyrir torfærur og bratta, fyrr en vegur var kominn upp á hjallann. Einnig endurbættu þeir skálann. Skólastjóri og kennari skólans var ráðinn hr. Guðmundur Hallgríms- son frá Grafargili í Valþjófsdal við Onundarfjörð. Guðmundur hafði ungur lært á skíðum og ávallt iðkað skíðaíþrótt- ir. Hann hafði dvalið í Svíþjóð við skíðanám og hafði þegar fyrir nokkra reynslu sem skíðakennari. Síðan hcfur Guðmundur.veitt skól- anum forstöðu. Hann fór veturinn 1945 cnn á ný utan til Svfþjóðar og kynnti sér nýjungar í skiðakennslu og rekstur skíðaskóla. Naut hann lijá sænska skíðasambandinu sliks trausts, að honum var trúað fyrir að kenna á skíðanámskeiði á vegum sambandsins. Alls liafa dvalið við nám á skólanum 42 nemendur. 1943: 4 nemendur og luku allir skíðakennaraprófi.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.