Menntamál - 01.02.1948, Síða 38

Menntamál - 01.02.1948, Síða 38
32 MENNTAMÁL 1944: 7 nemendur, sem allir ljúka prófi. 1945: 11 nemendur, en 5 luku prófi. 1946: 11 nemendur, þar af 3 stúlkur, 4 nemendur ljúka prófi. 1947: 9 nemendur, þar af 3 stúlkur, 3 nemendur ljúka prófi. Skólinn hefur starfað í U/2 mánuð árlega og venjulega hefur starfs- tímanum verið þannig fyrir komið, að nemendur hafa verið þátttak- endur í skíðavikunni um páskana. Áhrifa frá skólanum gætir þegar víða. Nemendur frá honum hafa blásið áhuga í skíðaiðkanir t. d. í Strandasýslu (Arngrímur Ingimundarson) á Austfjörðum (Stefán Þorleifsson og Óskar Ágústsson, en Gunnar Ólafsson var þar fyrir). Menn, sem eftir skóladvöl hafa vakið á sér athygli í skíðaíþróttum, eru t. d. Stefán Kristjónsson í Reykjavík, Ásgeir Eyjólfsson í Reykjavík. íþróttakennararnir, sem dvalið liafa við skólann, eru Vignir Andrés- son í Reykjavík, Stelán Þorleifsson frá Neskaupstað, Óskar Ágústs- son við Laugaskóla, Guttormur Sigurbjörnsson á ísafirði. Nú hefur verið ákveðið, að skólinn taki til starfa í febrúar og starfi í lt/2 mánuð. Skálinn hefur verið endurbættur, t. d. hefur hann verið raflýstur, olíukynntum ofnum komið fyrir í öllum herbergjum og sum her- bergjanna verið einangruð betur. Nógar birgðir af olíu og kolum eru þegar komnar til skólans. Hvert íþrótta- og ungmennafélag á landinu ætti að kappkosta að senda nemendur til náms í skólann, svo að á hverjum tíma eigi hvert félag einhvern félagsntann, sem kann að leiðbeina um skíðaíþróttir. Sum félög hafa þegar gert þetta og má þar til nefna glímufélagið Ármann í Reykjavík og Iþróttafélag Reykjavíkur. Kennurum við skóla var boðin þátttaka í skíðanámi í júnímánuði 1947, en úr þessu námsskeiði varð ekki, vegna ónógrar þátttöku. Mun verða reynt að koma á slíku námsskeiði á komandi vori, og er þá vonandi að kennarar og aðrir notfæri sér þetta námsskeið til Jress að auka kunnáttu sína og getu á skíðum og eins til hressingar. Dvöl við skólann í U/2 mánuð kostar um kr. 600.00 (fæði, viðlega og kennsla). Frœðslumálaskrifstojan Iþróttafulltrúi. MOMO9Q9Q1O*Q9QM0»OWO»O90»OWO»O»OmO9O0O»O»OWO»0WOmO»O»OTfO»OWO»O»O9Q9OWQWQ ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ármann Halldársson ritslj., Jón Kristgeirsson og Þórður J. Pálsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.