Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XXV. 2. APRÍL—MAÍ 1952 VALBORG SIGURÐARDÓTTIR skólastjóri: Maria Montessori. Maria Montessori, dr. med., hinn merki ítalski uppeldisfrömuður og for- vígismaður hinna þekktu Montessori-leikskóla, lézt 6. maí s. 1. í Hollandi, átta- tíu og eins árs að aldri. Með henni er hniginn í val- inn einn af kunnustu brautryðjendum á sviði vísindalegs smábarnaupp- eldis. Maria Montessori var fædd á Ítalíu 1870. Hún var ung sett til mennta og var fyrsta ítalska konan, sem lagði stund á læknis- fræði. Doktorspróf í þeirri grein tók hún árið 1896. Hóf hún starfsferil sinn sem aðstoðarlæknir á geðveikrahæli í Róm, þar sem fávitum og öðrum mjög vangefnum börnum var komið fyrir á þeim árum. Starf hennar í þágu þessara vanþroska barna vakti áhuga hennar á sálarlífi þeirra, og henni varð fljótt ljóst, að náin samvinna og gagnkvæm milli læknisfræðinnar og sálar- og uppeldisfræðinnar var nauðsynleg og óhjákvæmileg, ef nokkur von væri til þess að hjálpa þessum vanheilu börnum. Varð hún fyrir mikl- um áhrifum af kenningum taugalæknisins Edourd Seguin, Maria Montessori.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.