Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 33
menntamál 71 ■— „hrundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar.“ Hann huldi sig þó aldrei í helskurni orðlistarinnar, „því Htning er hljómlaus, hol og dauð, ef hjarta les ekki í málið.“ Af skynsamlegu viti og auðlegð hjartans hefur hann undið bann vað, sem gert hefur honum kleift að síga í Heiðna- berg samtíðarinnar. Bitrar skálmar bölvættanna hafa aldrei bitið á þann vað. Svo vel var hann gerður. Og þó er Jakob ekki sannheilagur. Hann er aðeins mað- ur, mikill og góður maður. Jakob er prestvígður, en þess sér lítt eða ekki stað. „Hann vissi einn prest, sem er æðstur.“ Konungi sannleikans hefur hann einum lotið og svo ’riun enn til hinztu stundar. Jakob er sjötugur. íslenzka þjóðin flytur íturmenninu °g snillingnum alúðarþökk, en harmar um leið, að degi dýrðarmannsins tekur að halla. Hjörtur Kristmundsson. 1. Sett er reglugerö um kennarapróf úr B.- A.-deild Háskólans, og veitir það rétt til kennslu í skólum gagnfræðastigsins og hlið- stæðum skólum. 2, Menntamálaráðherra skipar nefnd til þess að undirbúa nýbygg- ingu handa Kennaraskóla íslands. Þar verði einnig rúm fyrir kennaradcildir í ýmsum verklegum sérgreinum. 3- Veitt er leyfi og byrjað á byggingu heimavistarbarnaskóla að Staf- holtsveggjalaug fyrir alla lireppa Mýrasýslu utan Borgarness. Enn fremur er byrjað á byggingu nýrra barnaskóla í Ólafsvik og Djúpa- vogi og gagnfræðaskóla á Siglufirði. Haldið var áfram — og sums

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.