Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
55
hvað klukkan er. Með því að gæla við barnið og láta vel
að því örvast bæði andlegur og líkamlegur þroski þess, og
sjást dæmi þessa glöggt meðal dýra. Enn fremur er áríð-
andi, að barnið tengist fyrst einum manni. Með því móti
myndast bezt með barninu djúpstætt traust til annarra og
öryggiskennd. Eiga hér við hin spaklegu orð Ibsens:
Ej nogen sjæl kan alle lavne
livis ikke först lian elsked en. (Brand)
Hliðstæðu þessa má einnig finna meðal dýra. Einn mað-
ur verður að venja hund eða temja hest. Tamningin mis-
tekst, ef margir hafa hana á hendi.
Móðirin verður að hafa aðstöðu til að sinna uppeldi
barnanna, og henni verður að vera það ljóst, að börnin
þarfnast framar öllu ástúðar hennar og nærfærni. Ef
móðir deyr eða veikist eða getur einhverra hluta vegna
ekki gegnt móðurhlutverkinu, verður að kappkosta að fá
barninu staðgengil hennar, auðvitað helzt konu, sem geng-
ur því í móður stað.
Rannsóknir benda eindregið til þess, að barni er betra
að alast upp á einkaheimili, jafnvel þótt það sé talsvert
gallað, en á uppeldisstofnunum eins og þær eru nú ál-
mennt reknar. Á þetta rót sína að rekja til þess, að á upp-
eldisstofnunum er börnunum sinnt of lítið, þau tengjast
þar ekki einum ákveðnum manni, margar fóstrur sinna
barninu sitt á hvað. Djúpstætt vantraust og öryggisleysis-
kennd heltaka barnið, það verður vansælt og afleiðingarn-
ar koma fram fyrr eða síðar í ýmsum hegðunarvandkvæð-
um, ófullnægjandi félagslegri aðlögun og siðferðilegum
vanþroska og sljóleika. Því er ótvírætt miklu ákjósanlegra
að koma börnunum í fóstur á sæmilegum einkaheimilum
en á uppeldisstofnunum. Það er sannkallað neyðarúrræði
að þurfa að ala upp líkamlega og andlega heilbrigð börn
í stofnunum.
Þessi grundvallarsjónarmið þurfa að gerbreyta rekstri