Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 63 Barnaskólinn á Eyrarbakka hundrað ára. Haustið 1852 tók barnaskóli til starfa á Eyrarbakka, og hefur sú stofnun eigi lagzt niður síðan. Þetta er elzti barnaskóli landsins, sem á sér óslitna starfssögu. Að vísu höfðu barnaskólar risið hér á legg áður (í Vest- mannaeyjum, á Hausastöðum og í Reykjavík), en þeir lögðust allir niður. Af tilefni þessa afmælis hitti ritstjóri Menntamála séra Árelíus Níelsson að máli. Er hann fróðastur manna um sögu þessa skóla, enda hefur hann sett saman bók um hana. Mun hún koma út á næsta hausti. Það, sem hér fer á eftir, er haft eftir séra Árelíusi. Undirbúningur undir stofnun skólans stóð um þriggja ára skeið. Sá, sem fyrstur kom fram með þá hugmynd að stofna þarna skóla, virðist hafa verið Jens Sigurðsson, síðar rektor. Var hann um þær mundir kennari í „Hús- inu“ (þ. e. hjá Thorgrímsen). Stofnendur skólans voru þrír, þeir Guðmundur Thorgrímsen verzlunarstjóri, séra Páll Ingimundarson og Þorleifur ríki Kolbeinsson á Há- eyri. — Stórgjafir voru gefnar í þessu skyni. Mest gáfu þeir Einar Sigurðsson í Eyvakoti og Adólf Petersen í Steinakoti. Gjafir bárust víða að af landinu og jafnvel er- lendis frá, t. d. sendi Jón Sigurðsson skólanum 10 ríkis- dali. En stofnendurnir áttu ekki eintómri vinsemd og skilningi að mæta. Um 40 búendur í grenndinni rituðu undir mótmælaskjal, þar sem því var haldið fram, að byggðarlaginu mundi ofviða að standast straum af kostn- aðinum af slíkri stofnun. Fyrsti skólastjórinn var Jón Bjarnason, síðar prestur. Hann var þar aðeins eitt ár. Svo var lengi vel um hina

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.