Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 16
54 MENNTAMÁL ræðuefni og störfum þessarar ráðstefnu, en mun aðeins drepa hér á nokkur atriði, sem mér þykja sérstaklega mikilvæg og mest áherzla var lögð á. Varða þau einkum samband móður og barns og afleiðingar þess, ef það er ekki með æskilegu móti. Hefur brezki geðlæknirinn dr. John Bowlby gert á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar víðtækar rannsóknir um þetta efni og ritað um það stórmerkilega bók, er nefnist: Móðurumhyggja og geð- heilsa (Maternal Care and Mental Health, Geneva 1951). Komu fram mjög eindregin tilmæli um það á ráðstefnunni, að rit þetta yrði sem fyrst þýtt á skandinavísku málin. Ótvírætt hefur verið sýnt fram á, að geðheilsu ungbarns, sem nýtur ekki ástúðar og umhyggju móður eða einhvers, sem gengur því í móður stað, er stofnað í voða. Var komið fram með mjög óræk dæmi þess, að börn hafa hætt að taka framförum og verið á leið með að veslast upp, ef þeim var ekki sýnd móðurleg blíða, enda þótt þau væru í „fyrir- myndarstofnunum." Þótt hreinlæti og líkamleg umhyggja séu eins og bezt er á kosið, eru börnin vansæl og þrífast stundum ekki, ef þau skortir gælur og gott atlæti. Sáum við eftirtektarverða kvikmynd um þetta efni. Ef barninu er ekki þegar frá fæðingu sýnd nákvæmni og ástúð, tengist það ekki öðrum mönnum og umhverfinu á réttan hátt. Með því myndast djúpstætt vantraust, örygg- isleysiskennd, sem gerir það vansælt og mjög erfitt er að uppræta síðar. Geðheilsa og allur andlegur þroski barns- ins er mjög undir því kominn, að það treysti móður sinni, sem sér fyrir öllum þörfum þess, meðan það er ósjálf- bjarga og er ávallt til staðar til að sinna því fljótt og vel. Háskasamlegur er sá ósiður, sem um skeið hefur gilt sem góð latína hjá ýmsum læknum og sálfræðingum og al- menningur hefur því miður tekið nokkuð upp, að láta börn gráta tímunum saman af hungri eða vanlíðan án þess að taka þau upp, sinna þeim, eða gefa þeim að drekka. Barn- inu verður að sinna eftir þörfum þess, en ekki eftir því,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.