Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 67 SNORRI SIGFÚSSON námsstjóri: Karl Finnbogason og lýðháskólinn. Það hafa margir minnzt Karls Finnbogasonar látins og að maklegleikum. Karl var sérstæður maður og afbragðs- maður og átti víða ítök. Og þótt mig hefði langað til að minnast þessa vinar míns og frænda, hafa aðrir gert það svo vel, að ég vil ekki endurtaka þeirra orð, en gæti undir- skrifað þau öll. Hér ætla ég aðeins að geta eins, sem ekki hefur verið bent á eða frá sagt um Karl, en ég vil að ekki gleymist. Það var trú hans á hið frjálsa skólaform, lýð- háskólann. Við Karl vorum saman á Akureyri veturinn 1906—7, báðir kennarar þar. Var þá margt rætt um framtíðina. Karl hafði kynnzt lýðháskólum Dana að einhverju leyti, meðan hann var í Danmörku við kennaraskólanám. Hafði hann hugsað sér að kynnast þeim betur og gerði það næstu ár, enda dvaldi hann við framhaldsnám í Danmörku 1907—8. Var hann þá staðráðinn í að freista þess að koma hér á fót skóla með lýðháskólasniði, helzt á Þingvöllum eða öðrum sögumerkum stað. Þótti honum vel við eigandi að reisa slíka stofnun á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911, enda skyldi hún vinna rækilega í anda hans. Skrifaði Karl allmikið um þetta mál og má glöggt sjá, hvað fyrir honum vakti, og hve mikla trú hann hafði á hinum frjálsa og próflausa skóla. Þar skyldi námsefnið ekki bútað sundur í lexíuþvælur og stagl, eintóm minnisatriði og próf, heldur skyldi það notað til menningarlegs ávinn- ings, til þess að gefa sýn inn í veraldir hugsjóna, dreng- skapar og dáða, kveikja viljans og áhugans eld í brjóstum æskunnar, efla víðsýni hennar, fegurðarskyn og ættjarðar-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.