Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 10
48
MENNTAMÁL
kennslukraftar og húsnæði að sama skapi dýrari. Auk þess
þarf mikið fé að leggja í tæki og efni. í Reykjavík var ekk-
ert húsnæði fyrir hendi til þessarar starfsemi, jafnvel bók-
lega kennslan átti við mikil þrengsli að búa. En á síðast
liðnu ári reyndist kleift að útvega nokkurt húsnæði til verk-
legs náms. Var það mikill hluti af þakhæð Austurbæjar-
skólans og ein hæð í húsinu Hringbraut 121.
í Austurbæjarskólanum fer fram kennsla í handa-
vinnu stúlkna (ýmiss konar saumaskap, og að sníða og taka
mál, þjónustubrögðum og vefnaði), matreiðslu, sjóvinnu-
brögðum, vélritun og fleiri verklegum greinum. Auk þess
er þar ein kennslustofa ætluð fyrir bóklegar greinar.
Á Hringbraut fer fram tré- og járnsmíðanámið. Stórri
trésmíðavinnustofu var komið þar upp ásamt allmyndar-
legum krók fyrir vinnuvélar og rúmgóðri efnisgeymslu.
I öðrum enda hússins er járnsmíðaverkstæði ásamt krók
fyrir vélvirkjun. Annaðist vélsmiðjan Hamar uppsetningu
vinnuborða og tækja.
Námið hefst með 3. bekk gagnfræðastigs og er ætlað
að standa 2 vetur. Inntökuskilyrði er unglingapróf. Upp
úr 3. bekk er lokið miðskólaprófi verknámsdeildar en úr
4. bekk gagnfræðaprófi.
Áður en skóli tók til starfa s. 1. haust var gerð svofelld
námsáætlun fyrir 3. bekk:
I. Bóklegt nám:
íslenzka ................................. 4 st.
reikningur .............................. 3 —
enska (eða danska) ....................... 4 — (3)
félagsfræði .............................. 2 —
Samtals 13 st.(12)
Ath. f stað ensku geta nemendur kosið dönsku, sem yrði
þá 3 st. á viku.