Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 5
menntamál 43 á fjölþættu leikfangakerfi og sérstökum, formföstum leik- aðferðum eða æfingum, sem eiga við sérhvert leikfang. Er þetta leikfangakerfi ætlað börnum á aldrinum 3 til 6 ára. Barnið á að leika sér að hverju leikfangi eftir settum regl- um, en barninu er í sjálfsvald sett, að hvaða leikfangi það leikur sér og hve lengi það leikur sér að því. Æfingarnar og leikföngin eiga að miða að því að þroska skynjanir barnsins og hreyfitækni og hvetja það til sjálfsstarfa. Má flokka æfingarnar í þrennt: Hreyfiæfingar, skynjunar- æfingar og æfingar í undirstöðuatriðum skólanámsgrein- anna, þ. e. a. s. í lestri, skrift og reikningi. Kenningum Montessori um nauðsyn skipulagningarinn- ar annars vegar og gildi frjálsræðisins hins vegar verður án efa gerð sanngjörnust skil með því að tilfæra orð hennar sjálfrar: „Það er hin fullkomna skipulagning starfsins, sem gerir sjálfsuppeldið kleift og veitir starfsorku barnsins þá útrás, er vekur vellíðan þess og róar það. Við slík starfsskilyrði getur frjálsræðið knúið barnið til þess að beita sér fullkom- lega við starfið og tileinka sér þann undursamlega aga, sem í raun réttri er afleiðing af þeirri ró, sem barnið hefur öðlazt. Án skipulagningar á starfinu væri frjálsræði einskis virði. Barn, sem fengi frjálsræði án þess að fá í hendur viðfangsefni til leiks og starfa, myndi gjörsamlega missa fótfestuna, alveg eins og ungbarn myndi deyja úr hungri, ef því væri veitt frjálsræði, en engin næring gefin. Skipu- lagning starfsins er þess vegna höfuðskilyrðið til þess, að unnt sé að rækta hið góða í barninu, en hún yrði þó til einskis góðs, ef barninu væri ekki veitt frjálsræði til þess að njóta hennar og fengi ekki útrás fyrir þá orku, sem fram kemur, þegar barninu gefst kostur á að fullnægja hinni öflugu athafnaþrá sinni.“ Montessori-aðferðin fór á sínum tíma (á fyrstu áratug- um þessarar aldar) sigurför um heim allan. Montessori-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.