Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 24
62 MENNTAMÁL fræðsluna í þessum greinum í litlu rúmi liggja. Menn hafa allt of oft flaskað á því að gera þessi tvenn viðhorf að and- stæðum. Til allrar blessunar er því svo farið, að kunnátta í einhverju efni vekur áhugann, og á hinn bóginn vilja menn gjarna kynnast því, sem menn hafa áhuga á. Við bætist, að margs konar kunnátta í náttúrufræðilegum efnum er beinlínis gagnleg, til að mynda þekking á fæðutekju jurta eða á húsdýrum og öðrum ,,nytsömum“ dýrum. En ekki verður synjað fyrir það, að í tímans straumi hafa hrúgazt upp einstök þekkingaratriði, sem kennarar í náttúrufræðum streitast við að troða inn í börn, þótt þau hafi ekkert gildi, hvorki til þess að vekja áhuga né í neinu öðru tilliti. Það þarf víða að hreinsa hismið frá kjarnan- um. Ef nokkuð af ruslinu er borið út á hauga, gefst betra tóm til að skyggnast dýpra í önnur rök. Það skiptir engu máli, þótt eitt dýr eða tvö sleppi úr grindunum, — þau kom- ast þar hvort sem er ekki fyrir öll. Norrænt skólamót 1953. Norrænt skólamót, hið sextánda í röð, verður haldið í Ósló dag- ana 5.-7. ágúst 1953. Opinber tilkynning um mótið verður þó ekki gefin út l'yrr en í septcmber n. k. En mótstjórnin Iiefur ritað fræðslu- málastjóra bréf og beðið hann að láta þær fréttir berast, að í ráði sé að halda skólamótið á þessum stað og stund, svo að kennurum gef- ist nægur tími til undirbúnings þátttöku sinni, og að J>eir varist að boða til námskciða eða funda í félagssamtökum sínum um sama leyti.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.