Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 26
64 MENNTAMÁL fyrstu skólastjóra, að þeir gegndu þessu starfi um stuttan tíma í senn. Voru það yfirleitt guðfræðikandidatar, sem þiðu eftir þrauði. Einna þekktastur þeirra var Magnús Helgason, síðar skólastjóri Kennaraskólans. Hann var skólastjóri á Eyrarþakka um 1880. Var þá uppi sú ráða- gerð að stofna þar gagnfræðaskóla. Þegar hann fluttist þaðan, féll niður allt umtal um það. — Lengst allra hefur Pétur Guðmundsson verið skólastjóri þessa skóla, eða rúman aldarfjórðung. Nú er þar skólastjóri Guðmundur Daníelsson rithöfundur. Sameiginlegt skólahald fyrir Eyrarbakka og Stokks- eyri hélzt til 1897. Fyrsta skólahúsið var reist, um leið og skólinn var stofnaður. Það stóð á Háeyri. Þar var kennt fram að 1880. Var þá það hús selt, en nýtt og mikið skólahús reist að Skúmsstöðum. Var kennt þar til 1913. Var þá reist það hús, sem enn er í notkun. Hefur það nú verið stækkað um þriðj- ung, og verður hin nýja viðbót vígð á hausti komanda. Á Stokkseyri hefur einnig verið reist nýtt skólahús, mikið og vandað. Verður það einnig vígt í haust. Á báðum þessum stöðum hafa einnig verið reistar vandaðar skóla- stjóraíbúðir. Fyrir kom það fyrr á árum, að lítið sem ekkert var hægt að kenna í skólahúsinu sakir eldsneytisskorts, en alla þessa hundrað vetur hefur einhver kennsla farið fram á vegum skólans, svo að þráðurinn hefur aldrei slitnað 1 sögu hans. Vilja Menntamál færa Eyrbekkingum og Stokkseyring- um beztu árnaðaróskir af tilefni þessa afmælis. Er þessu byggðarlagi mikill sómi að -því að hafa rutt þannig braut- ina í menningarmálum þjóðarinnar.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.