Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 22
60 MENNTAMÁL mörgum greinum öðrum. Menn eru að rembast við að segja sína ögnina um alla hugsanlega hluti, flenna sig yfir gríðarlegt efni, svo að ekkert sé nú eftir á jörðu eða í, sem börnin kunni ekki einhver skil á. Sú röksemd, sem að fram- an greinir, er einskisnýt frá fræðilegu sjónarmiði, þar eð ekki er á það bent, hvers vegna menn eigi að kunna skil á þessum efnum, og frá. hagnýtu sjónarmiði er hún einnig einskis virði, þar sem fjöldi fólks lifir ágætu lífi — svo furðulegt sem það er — án þess það þekki frævla. Marðmið kennslunnar í náttúrufræðum hlýtur að verða háð persónulegum viðhorfum hvers einstaks kennara, en samt má fullyrða, að höfuðmarkmiðið eigi ætíð að vera það að vekja undrun barnanna á hinni dásamlegu og dularfullu náttúru, sem breiðir faðminn alls staðar út kringum þau. Mörgum mönnum verður lífið fátæklegt og leiðigjarnt af þeim sökum, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. í huga þeirra er tréð ekkert annað en tré og blóm aðeins blóm, það láta þeir sér nægja. En ef menn hafa eitt sinn öðlazt sjónina, munu þeir komast að raun um, að hin minnsta ögn í náttúrunni er furðuverk og hreinasta ráðgáta, mönnum skilst, yfir hvílíkri auðlegð heimurinn á að búa. Ef athyglin er aðeins vakin á einu litlu atriði, get- ur af henni sprottið slíkur áhugi, að hún læsi sig um víð- ar lendur. Oft er á það minnzt, að skólanámið eigi ekki að miða að fræðslu einvörðungu, heldur og að uppeldi. Til þess eru fá- ar greinar jafnvel fallnar og náttúrufræði. Það eitt, að áhugi er vakinn á einhverju atriði, er stórlega mikils virði. Áhuginn lífgar og örvar allt andlegt líf, og áhugi á nátt- úrunni mun áreiðanlega í flestum tilfellum boða nokkuð gott, en þó eru þess nokkur dæmi, að hann veslist upp í söfn- unarsýki eða ókrjálega efnishyggju. Þetta mál horfir einnig annan veg við. Eftir að mann- kindin hefur brotizt til valda yfir dýrum merkurinnar, eru þau velflest orðin hjálparvana. Óttinn og flóttinn eru fyrstu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.