Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 4
42
MENNTAMÁL
sem hafði þá þegar lagt merkilegan grundvöll að uppeldi
og kennslu vangefinna barna og fávita. Varð þetta starf
dr. Montessori upphaf að áhuga hennar á uppeldisfræði
og hafði afdrifarík áhrif á kenningar hennar og uppeldis-
aðferðir síðar meir.
Árið 1898 varð Montessori forstöðukona fyrir skóla í
Róm fyrir kennara vangefinna barna. í sambandi við
skóla þennan var stofnun fyrir slík börn. Gafst Montessori
þar kostur á að gera tilraunir með kennslutækjum og að-
ferðum Seguins og gerði á þeim ýmsar breytingar, er til
umbóta horfðu. Lagði hún þá jafnframt stund á nám í upp-
eldis- og sálarfræði við háskólann í Róm.
Árið 1906 var henni falin umsjón með dagheimili fyrir
vanrækt börn á aldrinum 3 til 7 ára í fátækrahverfi Róma-
borgar. Vann hún þar óhemju mikið og merkilegt mannúð-
arstarf, jafnframt því sem hún hóf þar athuganir á sálar-
lífi og þroska barnanna. Athuganir þessar ásamt þeim að-
ferðum, sem hún hafði áður beitt við vangefin börn, mynd-
uðu smám saman og mótuðu uppeldisfræðilegar kenningar
hennar. Af þeim rótum er hin alþekkta Montessoriaðferð
runnin, og á þeim byggjast Montessori-leikskólarnir, sem
nú eru kunnir um allan hinn menntaða heim.
Trú Mariu Montessori á hið góða í barnssálinni setti svip
sinn á kenningar hennar. Hún taldi, að unnt væri að kalla
fram hið bezta í fari barnsins og þroska það með því að
veita því hið rétta uppeldislega umhverfi, fá því í hendur
leikföng og verkefni, sem þroska þess hæfir á hverjum
tíma, og með því að leysa það undan stöðugum og þving-
andi leiðbeiningum fullorðna fólksins. Hún lagði mikla
áherzlu á frjálsræðið og hæfi barnsins til sjálfstarfs og
sjálfsuppeldis. „Allur grundvöllurinn að árangri okkar
hvílir á þeim aðferðum, sem við höfum fundið upp,“ segir
hún á einum stað í ritum sínum, „en þær eru aðallega fólgn-
ar í skipulagningu starfsins og frjálsræði."
Skipulagning starfsins í Montessori-skólunum byggist