Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 34
72
MENNTAMÁL
staðar senn lokið — byggingu 37 barnaskóla, 12 skólastjórabústaða,
6 gagnfræðaskóla í kaupstöðum, héraðsskóla, 9 húsmæðraskóla,
heimavist menntaskólans á Akureyri o. fl.
4. Fé er veitt í fyrsta sinn í fjárlögum til menntaskóla á Laugarvatni.
5. Haldið var uppeldismálaþing í Reykjavík, er samtök barnakenn-
ara og framhaldsskólakennara stóðu að.
6. Skólameistari menntaskólans á Akureyri dvaldist 3 mánuði í
Bandaríkjunum í boði Bandaríkjastjórnar til þess að kynna sér
skólamál.
7. Fjöldi skóla, kennara og nemenda:
125 barnaskólar og 90 farskólar eru starfandi i ár, með 577 föst-
um kennurum, þar af 162 konur. Nemendur rúmlega 16 þúsund.
115 framhaldsskólar eru starfandi nú. Þar af eru 23 héraðs- og
gagnfræðaskólar, um 17 iðnskólar og 12 húsmæðraskólar. Alls
starfa um 350 fastir kennarar við J)essa skóla og margir stunda-
kennarar. Nemendatala áætluð nær 10 þús. í héraðs-, gagnfræða-
og húsmæðraskólum eru 4380 nemendur og í mcnntaskólum
789. Er Jjað nokkru færra en s. 1. ár.
9. Landspróf miðskóla tóku 498 nemendur s. 1. vor. 6 Jjeirra fengu
ágætiseinkunn, 127 fyrstu einkunn og 194 aðra einkunn, alls 327,
ágætis-, 1. og 2. einkunn og hlutu með Jjví rétt til inngöngu í
menntaskóla og kennaraskóla.
FrA fraðslumálaskrifstofunni.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG
LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Ritstjóri: Ármann HaUdórsson.
Útgdfustjórn: Arngrimur Kristjánsson, Guðmundur Þorláksson,
Pálmi Jósefsson og Steinþór Guðmundsson.
PRENTSMIÐJAN ODDI II.F.