Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 30
68 MENNTAMÁL ást. Þess vegna skyldi leggja höfuðáherzluna á sögu þjóð- arinnar, bókmenntir hennar og tungu, og til þeirrar túlk- unar var Karl allra manna hæfastur. En þessi stofnun var aldrei reist. Allt strandaði á skilningsleysi valdhafanna þá. Ekkert fé var fáanlegt í slíkt fyrirtæki. Og Karl Finnbogason eyddi árum og ævi við að kenna börnum að lesa og skrifa. En þótt honum léti það vel, var hann til annars borinn. Hann var svo fá- gætlega gáfaður, svo frábærlega mælskur, svo mikill hug- sjónamaður, skapheitur og hjartahlýr, að hinn frjálsi ung- mennaskóli hefði, í krafti hins lifandi orðs, orðið máttugt uppeldislegt tæki í hendi hans. Ég hef kynnzt þremur leiðtogum lýðháskólanna á Norðurlöndum, er hlotið hafa mikla viðurkenningu sinna þjóða fyrir frábæra hæfileika. Ég ætla, að Karl Finnbogason hefði haft í fullu tré við þá alla, ef hann hefði fengið að njóta sín. Því leyfi ég mér að telja það óbætanlegt tjón fyrir íslenzkt uppeldi, að hon- um skyldi ekki auðnast að gera æskuhugsjón sína að veru- leika. Og ég ætla einnig, að hann sjálfur hafi aldrei beðið þess bætur. Foreldrafundur. Stéttarlélag barnakennara í Reykjavík boðaði til almenns foreldra- fundar í Gagníræðaskóla Austurbæjar sunnudaginn 4. maí s. 1. Framsöguerindi fluttu þeir Jónas 15. Jónsson fræðslufulltrúi, Jón Sigurðsson borgarlæknir og Jónas Jósteinsson yfirkennari. Ræddi fræðslufulltrúi einkum um uppeldi á heimilum, borgarlæknir um heilsugæzlu barna, en yfirkennarinn um þann þroska, sem börn þurfa að bafa náð til þess, að þeirn farnist vel í skólum. Var gerður góður rómur að erindum þessum. A eftir urðu talsverðar umræður. — Formaður stéttarfélagsins, Jónas Eysteinsson kennari, stýrði fundinum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.