Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 8
46
MENNTAMÁL
Verknámsdeild
gagnfræðastigsins í Reykjavík
MikilsverSustu nýmæli fræðslulaganna frá 1946 voru
vafalaust þau, að stofna skyldi verknámsdeildir við gagn-
fræðaskólana. Þau rök, sem að því hnigu, voru svo knýj-
andi, að gegn þeim varð ekki staðið af neinni skynsemi.
Sú breyting var sem óðast að gerast á aðsókninni að fram-
haldsskólunum, að þangað sótti langtum meiri hundraðs-
hluti úr hverjum aldursflokki unglinga en tíðkazt hafði
fyrir svo sem einum áratug. I sumum bæjum var jafnvel
svo komið, að um 80 af hverjum hundrað þeirra barna,
sem fullnaðarprófi luku, sóttu framhaldsskóla.
Þessi aukna aðsókn að framhaldsskólunum á vafa-
laust rætur að rekja til þeirra breytinga, sem orðið hafa
á atvinnuháttum þjóðarinnar. Um og fyrir síðast liðin alda-
mót stundar meginhluti þjóðarinnar atvinnu, sem ungling-
arnir læra á heimilum sínum af feðrum og mæðrum eða
á nálægum vinnustöðum. Og atvinnan krefst einskis und-
irbúningsnáms. Verktæknin er einföld, og unglingarnir
geta orðið sæmilega liðtækir langt innan við fermingar-
aldur.
Síðan gerist það, að upp rísa fjölmennar starfsgreinar,
sem áður höfðu ekki þekkzt, margvísleg iðja og iðnaður,
siglingar og hvers konar sjósókn heimta til sín fjölda
kunnáttumanna í verklegum efnum, skipstjórnarmenn,
vélstjóra, loftskeytamenn o. s. frv., sömuleiðis sími og
póstur, verzlun o. fl. o. fl. Hin fábrotnu störf verða sí og æ
minni þáttur í atvinnulífinu. Vinnutækin í fæstum starfs-
greinum eru að verða barnameðfæri.