Menntamál - 01.08.1961, Page 62

Menntamál - 01.08.1961, Page 62
140 MENNTAMÁL eins og demantsglampi í augu hans — átti hún ekki lieima í hans eigin sái? Hvelfdist ekki himininn einmitt fyrir innan augað, sem skynjaði hann? Honum þótti sem anda hans væri ekkert of hátt og ekkert of lágt- Hann teygaði andvarann frá uppsprettum loftsins og lét hjartað slá fast við moldina. Hann elskaði allt og honum bauð við engu.“ Ég vil enn vitna í skáld. Danska skáldið Poul La Cour1) : „Þér virtist sá, sem taiaði um stjörnurnar tvær, frostið og vind- inn, vera að sýna sig með tungutali, þar til þú beygðir þig niður að myndinni og opnaðir þig fyrir hinni skynrænu uppspretlu hennar Þá sástu, að frost og vindur lýsa. Þau flæða yfir hús þitt og huga nteð ókunnri alheimsbirtu. Þú ert hvelfing stjarna. Alheimurinn varð heimkynni þitt.“ Enn fremur úr sömu bók (bls. 63): „Rökfræði Ijóðsins skapar veruleika. Verði ljósl Og ljósið verður eins og ylur á hönd þinni. Hún er ekki athugun, heldur umföðmun. Sigur hennar er hin fáu opnu augnablik, þegar þú í orðvana innlífun rannst saman við tilver- una og varst í stofni hennar eins og bjalla í berki. Nirvana er ekki tóm heldur summa allra liluta. Einn dropi, og þú býrð í hjarta hans.“ Ef verða mætti einhverjum til skýringar, leyfi ég mér að tilfæra glefsu úr bók, er nefnist „Kosmisk bevidsthed“ eftir danska heimspekinginn Martinus. Martinus kemst svo að orði2) : „Hvað er þá „alheimsvitund?" „Alheimsvitund" er sama sem af- leiðing af fundi og samruna; annars vegar aðdráttarkraftur, sent býr í einstaklingnum og beinist að umhverfinu og hinni ytri náttúru, og hins vegar endurvirkandi kraftur í náttúrunni, sem yfirskyggir ein- staklinginn. í Biblíunni er þessi gagnvirkandi aðdráttarkraftur í ein- staklingnum og náttúrunni fólginn í skipun forsjónarinnar eða Guðs: „Verði ljós!“ Margur mun efalaust verða til að segja, að reynsla þess- ara manna sé ekki annað en hugarburður, einber vitleysa, 1) Poul La Cour: Fragmenter af en dagbog. Gyldendal 1958 bls. 109-110. 2) Martinus: Kosmisk Bevidsthed. Kosmos, Khöfn 1950 bls. 5.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.