Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 56

Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 56
50 MENNTAMÁL að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram, að kennarar verða að gæta hófs um kröfur til barna yfirleitt á þessum aldri varðandi ýmis atriði, sem nefnd voru hér að framan. Athugasemdirnar miðast við sanngjarna kröfu og nauðsyn- lega, til þess að námsárangur megi nást. Hér er ekki tími til að rekja þessi atriði ýtarlegar. Hinn geðræni þáttur þroskans ræður miklu — miklu meira en foreldrar almennt gera sér ljóst — um námsgengi barnsins, og alveg sérstaklega getur hann orðið örlagaríkur í byrjun skólagöngu. Hvergi koma áhrif uppeldisins allt frá fæð- ingu jafn glögglega í ljós. Uppfr;eðsla eða bein kennsla, t. d. tímakennsla í lestri, skiptir bér minna máli og getur í mörgum tilvikum verið skaðleg. Mestu skiptir tilfinninga- samband barns og foreldris, öryggi og hlýja heimilisins, skilningur á þroska og þörfum barnsins á hverju aldurs- skeiði, hæfilegt eftirlit og venjumyndun. Þeirrar rangtúlk- unar á frjálsræði í uppeldi barna hefur nokkuð gætt, að það sé fólgið í því, að ekki megi banna börnum, þau eigi að fá að gera það, sem þeim sýnist o. s. lrv. Hér er um hættulegan misskilning að ræða. Afskiptaleysi og vanræksla á börnum á ekkert skylt við frjálsræði í uppeldi né þrosk- un þess næmleika, auðgi og styrks í tilfinningalegum efn- um, sem ég tel eitt höfuðeinkenni góðrar og heilbrigðrar manneskju. Skal þá vikið fáeinum orðum að þriðja þætti skólaþrosk- ans, greindarþroskanum. Með greindarþroska er hér sér- staklega átt við hæfni barnsins eins og hún birtist í dóm- greind og skilningi, minni og rökhugsun. Orðaforði og leikni í að tjá sig með orðum er eitt helzta skilyrði náms yfirleitt, a. m. k. eins og kennslu er hagað í venjulegum bekkjum. Nú er það svo, að greind eins og lnin er almennt metin í fari fullorðins manns og eins og reynt er að meta hana með einstaklings greindarprófum fær mjög misfljótt notið sín hjá börnum. Kemur þar margt til, svo sem ýmsir með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.