Menntamál - 01.12.1968, Síða 51

Menntamál - 01.12.1968, Síða 51
MENNTAMÁL 277 Ól. Jónsson, námstjóri, leiðbeindn í átthaga- og félags- fræði. Auk þeirra fluttu erindi á námskeiðinu Stefán Júlíus- son, forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins, um fræðslumyndir, Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, sem ræddi um skólakostnaðarlögin nýju og Skúli Þorsteinsson, nám- stjóri, er ræddi um kennarasamtökin, norræna samvinnu og Alþjóðasamtök kennara. Námskeiðið sóttu 31 kennari. 2. 2. Kennarafélag Eyjafjarðar og kennarasamband Norðurlands eystra héldu fræðslufund á Akureyri 27. og 28 september og sá Valgarður Haraldsson námstjóri um undirbúning fundar- ins. Dr. Matthías Jónasson, prófessor, flutti erindi, er hann nefndi: ímyndunarafl og innsæi barna. Valgarður Haraldsson, námstjóri, ræddi um skólahalds- skýrslur og skólakostnaðarlög. Jóhann Sigvaldason, kennari á Akureyri, flutti erindi, er hann nefndi: Nútímaþjóðfélag og skólinn. Hörður Ólafsson, kennari á Akureyri, talaði um lestrar- kennslu og Indriði Úlfsson, skólastjóri, um kennslutæki. Þátttakendur voru 57. 2. 3. Fræðslufundur á Siglufirði 12. okt., haldinn á vegum Kennarafélags Norðurlands vestra, undir stjórn Valgarðs Haraldssonar. Erindi fluttu Hörður Ólafsson og Jóhann Sigvaldason um sömu efni og á Akur- eyrarfundinum og Valgarður Haraldsson, námstjóri, tal- aði um nýstærðfræði. Þátttakendur voru 26. 2. 4. Námskeið í Leirárskóla 27. til 29. sept., haldið á vegum Kennarafélags Mið-Vesturlands í sam- vinnu við Þórleif Bjarnason, námstjóra Vesturlands. Stjórn- andi námskeiðsins var Sigurður Guðmundsson, skólastjóri. Aðalviðfangsefni var: meðferð kennslutækja og starfræn vinnubrögð.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.