Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Page 5

Menntamál - 01.04.1972, Page 5
♦---------------------------—♦ Sigrún K. Hannesdóttir: Gagn og gaman og geimferðir tuttugustu aldar Skólabarnið og bókakostur þess Hversu oft höfum við ekki lieyrt, að íslenzkt þjóð- félag sé í svo hraðri þróun og breytingarnar svo örar, að fá lönd í heimi geti stært sig af slíku? En spurn- ingin, sem við ættum oftar að spyrja okkur sjálf, er sú, hvernig við búum okkar unga fólk undir það hlut- verk að taka við landi í svo örum vexti. Menntun er undirbúningur undir lífsstarfið, og því má ætla, að velferð okkar í framtíðinni fari nokkuð eftir því, hversu vel okkur tekst að mennta skólafólkið. Þess er einnig vert að minnast í sambandi við mennt- un hjá okkur, að sökum fámennis verður sérhæfing á borð við það, sem stórar iðnvæddar þjóðir leyfa sér, hvorki æskileg né möguleg í þessu landi, og hin al- menna menntun því ennþá þýðingarmeiri. Við ættum að stefna að því að veita arftökum landsins sem víð- asta þekkingu og kannske framar öllu kenna þeim að leita sér þekkingar á því sviði, sem þörf er á í livert sinn, kenna þeim að vinna sjálfstætt, liugsa sjálfstætt og draga ályktanir af því, sem þeir hafa lesið og lært. Hérna hjá okkur liefur verið mikið rætt og ritað um hagvöxt, auknar meðaltekjur og batnandi útflutning, án þess að við gerðum okkur nógu glögga grein fyrir því, að allar þessar framfarir yrðu að endurspeglast í breyttum undirbúningi á skólastiginu. Gamla kennslu- aðferðin, þegar kennarinn og kennslubókin voru einu handhafar þekkingarinnar, er ekki lengur gjaldgeng, vegna þess að hin öra þekkingarþróun veldur því, að það, sem er staðreynd í dag, tilheyrir sögunni á morg- un, og enginn maður býr yfir allri þekkingu nútím- ans. Víðast livar erlendis liefur framámönnum á sviði kennslu og menntunar orðið ljóst, að einhver stofnun innan skólans yrði að vera til staðar til þess að fylla upp og auka fjölbreytni þá, sem námskráin skipar fyrir um, og þannig hafa orðið til skólabókasöfn. En hvernig er þessurn málum liáttað lijá okkur? Getum við sett á stofn skólabókasöfn? Nú stendur til að setja á stofn bókasöfn við skóla skyldunámsins, og má segja, að ekki sé nein vanþörf á.. En fleira þarf til en ákvörðunina eina. Hér þarf að koma til vel skipulögð undirbúningsvinna og könnun á öllum að- stæðum áður en framkvæmdir geta liafizt. Það þarf að fá til viðunandi húsnæði, bókaverði, sem geti séð um söfnin og annazt þjónustuliliðina, og síðast en ekki sízt þarí að gera ítarlega athugun á bókakosti fyrir þessi söfn og gera raunhæfar breytingar til úr- bóta. Hér á eftir mun ég fjalla stuttlega um síðast- nefnda þáttinn, þ. e. um íslenzkar barnabækur með tilliti til notkunar þeirra fyrir skólabókasöfn- in. Þetta er mikið efni og margþætt, og ekki ger- legt að gera því viðhlítandi skil í svo stuttu máli. Ég lief valið þann kostinn að fara nokkrum orð- MENNTAMÁL 63

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.