Menntamál - 01.04.1972, Síða 7
eins og lögregluna, slökkviliðsmanninn, skósmið-
nin og skipstjórann.
Jafnvel þótt börn á þessmn aldri lesi sér ekki
öll til gagns, eru bækur mjög þýðingarmikill
þáttur í uppeldi þeirra og kennslu. Sum hafa
vanizt bókum frá fyrstu tíð og sögur hafa verið
lesnar fyrir þau á kvöldin. Önnur hafa minni
reynslu af bókum, og getur lielzt skólinn leitt
þau inn á lestrarbrautina.
Strax og barnið getur lesið, er því ánægja að
Reta flett upp í bók og fengið svar við spurningu.
Hversu mjög yrðu ekki mæðurnar fegnar, ef þær
gætu fengið síspyrjandi barni sínu bók og kennt
því að leita að svörum við spurningum sínum
þar?
Notkun bóka á hvaða aldri sem er, fer ekki
eftir greind eða andlegri getu barnanna, heldur
eftir áhuga þeirra og hvatningu, sem þau fá.
Bækurnar fyrir yngstu lesendurna verða að vera
fallegar og freistandi og aðgengilegar þeim, hve-
nær sem áhugi vaknar. Bækurnar eiga því að
vera lil staðar sem sjálfsagður hluti kennslu-
stofunnar, til þess að börnin læri að umgangast
þær sem tæki til fróðleiks og skemmtunar.
Mjög snemma geta börn farið að nota bækur
í beinu fróðleiksskyni. Þegar þau eldast og lestr-
MENNTAMÁL
65