Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Page 9

Menntamál - 01.04.1972, Page 9
Hér á landi er ekkert slíkt við að styðjast. Eng- in skrá er til yfir bækur útgefnar sérstaklega fyrir f>örn né heldur bækur, sera mælt er með fyrir börn. I>að eina, sem við er að styðjast, eru hinar árlegu Bókaskrár Bóksalafélags íslands, sem ná yfir bækur gefnar út árið á undan. Árbók Lands- öókasafns íslands kemur einnig út seint á árinu efáir, að bækurnar koma út. Einnig mætti nefna ntgáfulista sumra útgefenda, en einstaka útgef- endur hafa ekki einu sinni skrá yfir framleiðslu Sl’na. Þessar heimildir eru því skammgóður verm- lr» og að sjálfsögðu fylgja engar umsagnir með þessum listum. Umsagnir eru mjög þýðingarmikill þáttur í slíkum listum. Bæði getur réttlátur ritdómur orðið útgefendum aðhald við útgáfuna, og einnig fæst þarna hlutlaust mat á verkum, sem er ætlað að þjóna ákveðnum tilgangi. Heimildir, sem bókaverðir styðjast einnig mikið við, eru ritdóm- ar og umsagnir, sem birtast í blöðum og tímarit- um, skrifaðir af hlutlausum aðilum. Vegna þess að bókaútgáfa okkar miðast öll við jólamarkað- inn, vinnst ekki tími til að lesa og skrifa um bæk- urnar, áður en þær eru settar í jólapakka barn- anna. Það hefur einnig verið nijög áberandi, hve fáir hafa lagt sig niður við að skrifa umsagnir MENNTAMÁL 67

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.