Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Side 16

Menntamál - 01.04.1972, Side 16
dóttir bókina um köttinn, sem hvarf, frábæra sögu í bundnu máli og listilega myndskreytta klippmyndum. Þessi bók liefur lengi verið upp- seld, og er skaði, að hún skuli ekki hafa verið gefin út aftur. Önnur ágæt saga í bundnu máli er „En hvað það var skrýtið" eftir Pál J. Árdal. Bóka- útgáfan „Gimbill“ gaf hana út fyrir nokkrum árum með mjög skemmlilegum myndum eftir Halldór Pélursson. Hún mun einnig vera upp- seld. Önnur íslenzk myndlistarkona, Ásgerður Búadóttir, hefur gert söguna Rauða Jiattinn og krumma, ágæta smábarnabók skreytta klipp- myndum. Þá má nefna Vilborgu Dagbjartsdóttur kennara, sem samið liefur sögurnar um Alla Nalla og Labba pabbakút, en þær segja frá dag- legu lífi lítilla drengja á skemmtilegan hátt. Herdís Egilsdóttir kennari hefur gert ævintýrin um Siggu og skessuna. Herdís er bæði hugmynda- rík og fyndin. Sennilega á hún drjúgan þátt í að breyta hugmyndum barna um skessur. Skess- an hennar Herdísar er góð sál og vill öllum vel. Eins og áður segir eru flestar af þeim smá- barnabókum, sem komið hafa út hér á landi, þýddar. Skal hér getið nokkurra, sem mér finnst vera til fyrirmyndar um þýðingu á texta og frá- gang allan. Bókaútgáfan Heimskringla gaf út tvö tékknesk ævintýri fyrir nokkrum árum, „Lötu stelpuna" og „Nízka hanann“ í ágætri þýðingu Hallfreðs Arnar Eiríkssonar. Myndirnar í þess- um bókum eru eftir tékkneskan listamann, skín- andi vel gerðar. Báðar þessar sögur lienta vel börnum á aldrinum 4—6 ára. Þau eru flest farin að geta hlustað á lengri sögur. Því miður munu báðar þessar bækur vera uppseldar nú eins og fleiri góðar smábarnabækur. Bókaútgáfan Örn og Örlygur liefur gefið út „Ferðir Dagfinns dýra- læknis“ eftir Hugh Lolting í ágætri þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Þessi bók er umskrifuð fyrir yngri börnin, og prýða skemmtilegar mynd- ir hverja síðu. Fyrir mörgum árum gaf bókaút- gáfan Björk út bókina „Palli var einn í heimin- um“ eftir Jens Sigsgaard, hinn kunna danska uppeldisfrömuð. Þýðinguna gerði Vilbergur Júlí- usson skólastjóri, en hann hefur þýtt margar ágætar smábarnabækur, m. a. söguna um „Stubb", sem 2 ára börnin eru svo lirifin af. Lengi var MENNTAMÁL 74 „Palli var einn í heiminum" uppseld, en kom svo út á ný 1970 og var vel fagnað af börnum. í vetur kom út hjá bókaútgáfunni „Örn og Örlyg- ur“ sagan um köttinn með höttinn, bráðskemmti- leg saga í bundnu máli. Loftur Guðmundsson hefur þýtt söguna frábærlega vel. Myndirnar í bókinni eru fullar kímni; einkum hafa hin ýmsu svipbrigði kattarins vakið mikla kátínu hjá börn- unum. Þá mætti nefna sögurnar um Óla Alex- ander filibomm-bom-bom eílir norska barnabóka- höfundinn Anne-Cath. Vestly. Þessar sögur fjalla um lilla snáðann hann Óla Alexander, sem á heima í háhýsi. Frásögnin er létt og skemmtileg og höfðar til kímnigáfu barnanna. Hróðmar og Stefán Sigurðssynir hafa þýtt þessar sögur mjög vel. Bækurnar um Óla Alexander henta vel lil framhaldslestrar fyrir börn á aldrinum 5—7 ára. Bókaútgáfan Saga hefur gefið út söguna „Friðrik og bíllinn" eftir Egon Matthiesen, þekktan dansk- an höfund smábarnabóka. Þar segir frá drengn- um Friðrik, sem leggur af stað í ferðalag um heiminn í leit að svörtu börnunum. Á leiðinni slást í hópinn börn af öðrum litarháttum, frá Grænlandi, Ameríku, Suðurhafseyjum og Kína. Öll leita þau að svörtu börnunum, sem þau finna að lokum í Afríku; þá er slegið upp veizlu og allir leika sér í sátt og samlyndi. Af öðrum bókum Sögu má nefna ævintýrið um Rauðálf, Litla hrein og Trén í skóginum. Kristín Tryggva- dóttir hefur þýlt þessar bækur allar. Bókaútgáf- an Iðunn gaf fyrir skömmu út tvær smábarna- bækur, „Prinsessuna, sem átti 365 kjóla“ og „Litlu nornina Nönnu" í ágætri þýðingu Örnólfs Thorlaciusar. Báðar jtessar bækur eru prýddar mjög skemmtilegum myndum. Sjálfsagt rnætti geta fleiri bóka, en ég læt hér staðar numið. Mér virðist bókaútgefendur séu að byrja að gera sér Ijóst, að ekki er síður nauð- synlegt að vanda til smábarnabóka en annarra bóka. Að sjálfsögðu verða bækurnar dýrari fyrir vikið. En á jtað má bencla, að ekki er það merki- legt leikhmg, sem kostar minna en 250 krónur. Margir foreldrar eru einnig farnir að gera sér ljósa nauðsyn þess, að barnið eignist bækur við sitt hæfi, þó það sé ekki byrjað að lesa sjálft. Allir nútíma tippeldisfræðingar telja smábarna-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.