Menntamál - 01.04.1972, Side 23
Segja má, að ríkjandi viðhorf til bernsku og
æsku fái skýrasta mynd í starfi skólanna, þar sem
æskufólki er haldið við nám oft fram yfir tvílugs
aldur.
Alkunnugt er, að það viðhorf, sem liggur að
baki þeirri uppeldisstefnu, sem nú var lýst, er að
tniklu leyti fram kornið sakir breyttra þjóðfélags-
hátta og því rökrétt að því marki. Fáir munu
heldur bera brigður á, að margt í kenningum
nútíma uppeldisfræðinga sé á fulltraustum rök-
um reist. Þess er þó ekki að dyljast, að þótt við-
borf t. d. 19. aldar manna gagnvart börnum hafi
um margt verið einsýnt og þröngt, er þar samt
gert ráð fyrir sammannlegum órofa tengslum
milli bernsku og fullorðinsára, sem nútímamönn-
um hættir til að gleyma eða vanmeta sakir ofur-
uherzlu á séreðli bernskunnar.
Óvíða mun „togstreitunnar" milli þessara við-
horfa gæta meira en á sviði svonefndra barna-
°g unglingabókmennta. Má segja, að almennt
megi tala um tvær ólíkar tegundir barnabóka-
höfunda. Annars vegar eru þeir, sem líta á börn
°g unglinga sem sérstakan einangraðan hóp, sem
hljóti að hafa sérstakar þarfir, sem skylt og
hentugt sé að fullnægja. Þeir ætla því „hópnum“
akveðnar þarfir, ákveðinn smekk, oft af mikilli
uákvæmni eftir aldursflokkum og kynjum, og
setja síðan saman efni samkvæmt því, en sjaldan
eftir eigin löngun og þörf. Oft blandast hér inn
í uppeldislegar og siðfræðilegar hugmyndir um
lestrarefni auk sölumennskuviðhorfa. Hins vegar
eru þeir liöfundar, sem starfa á sammannlegum
gt'undvelli, sem þeir eiga sameiginlegan með
börnum og fjölda fullorðinna lesenda. Að jafnaði
mtða þeir bækur sínar við börn, af því að þau
em mynda viðurkenndan markað fyrir bækur
shkar, sem þeir óska sjálfir að skrifa af eigin
hvötum og innri þörf.
í athyglisverðri ritgerð (“On Tlnee Ways of
Writing for Children” i Of Other Worlds, Essays
& Stories, 1965) gerir C. S. Lewis grein fyrir þrem-
ur aðferðum eða leiðum við samningu skáldskap-
ar handa börnum og unglingum, tveimur „góð-
um“ og einni „slæmri“ að hans áliti. Urn fyrstu
hynni sín af „slæmu“ aðferðinni farast honum
svo orð: „Kona nokkur sendi mér handrit að
sögu, þar sem álfkona fær barni í hendur dásam-
legt „tæki“. Ég segi „tæki“, því að það var ekki
töfrahringur eða hattur eða kápa eða neinn slík-
ur liefðbundinn töfragripur. Það var vél með
tökkum og handföngum til að toga í og styðja á.
Ef stutt var á einn takkann, kom rjómaís, ef
togað var í eitt handfangið birtist lifandi hvolp-
ur o. s. frv. Ég hlaut að segja höfundinum í allri
einlægni, að ég hefði næsta lítinn áliuga á slíku.
Hún svaraði: Ekki ég heldur, mér finnst þetta
sjálfri drepleiðinlegt. En þetta er það, sem nú-
tíma börn vilja."
Um fyrri „góðu“ aðferðina getur Lewis þess,
að hún kynni í fyrstu að virðast svipuð liinni
„slæmu“, en að hann telji líkindin einungis á
yfirborðinu. Það er sú aðferð, sem t. d. Lewis
Carrol notaði, er hann samdi Lisu i Undralandi',
hin prentaða saga vex þá upp af sögu, sem höf-
undur segir ákveðnu barni af munni fram og
semur oft jafnharðan. Þessi aðferð líkist liinni
fyrst nefndu að því leyti, að höfundurinn reynir
að segja þessu barni það, sem það langar að heyra.
Hér er þó sá munur á, að þetta barn er sjálfstæð-
ur einstaklingur með eigin langanir og þarfir,
sem höfundurinn kynnist af eigin raun, metur
og tekur sérstakt tillit til og lagar sig eftir jafn-
óðum. Hér er ekki um að ræða „börn“ sem sér-
stakan hóp með venjur og þarfir, sem höfundur
hefur mótað í lmga sér fyrirfram. Sagan verður
því persónulegri og óháðari tilteknum sjónar-
miðuvn um vinsældir og áhrif.
Þriðja leiðin er sti, sem C. S. Lewis sjálfur
notaðí við eigin sögur (hann samdi m. a. liinar
kunnu Chronicles of Narnia): að miða sögu við
börn og unglinga sem lesendur, af því að barna-
söguformið hæfi bezt því, sem höfundurinn verð-
ur að segja. Hér er því um að ræða sanna list-
ræna tjáningu, sem sprottin er af innri þörf
skálds, en ekki til orðin vegna ytri aðstæðna
eða þrýstings.
í lýsingu þessara aðferða koma skýrt fram bæði
þau viðhorf, sem áður er getið. Höfundur, sem
beitir „slæmu“ aðferðinni, lítur á börn sem sér-
stakan hóp (sem í þessu tilviki er nefndur „nú-
tíma börn“) og ætlar honum tilteknar þarfir,
sem hann telur sig vera að fullnægja. Sérstaklega
MENNTAMÁL
81