Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 26
Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen er lang-
vinsæiasta kvæðið meðal drengja. 58 drengir eða
40% þeirra greiða því jákvætt atkvæði, en að-
eins 2 neikvætt. Það nýtur ekki nærri því eins
mikilla vinsælda meðal stúlkna, og er munur
þessi marktækur. Þær skipa því í 10. vinsældaröð.
19 þeirra eða 11.7% greiða því jákvætt atkvæði,
en 6 eða 3.7% neikvætt. Alls fær kvæðið í 10—12
ára bekkjum 97 jákvæð og 11 neikvæð atkvæði.
Þessu kvæði er skipað í flokk náttúruljóða, en
á því er rammur þjóðtrúarblær. Það eru ekki ein-
göngu öræfin, sem vekja ugg ferðamannsins, held-
ur miklu fremur útilegumenn, ólireinir andar
og álfar, sem eru þar á reiki, þegar rökkva tekur,
albúnir þess að granda vegfarendum. Hugblær
ljóðsins er máttugur og dulúðgur, vekur geig við
öræfaauðnina og allt, náttúrlegt og yfirnáttúrlegt,
sem í henni býr. Kvæðið, sem er meistaraverk,
orkar miklu sterkara og jákvæðara á drengi en
stúlkur. Það reynir á þolrif ferðamannsins, en
nemendur ganga að því vísu, að hann hafi komizt
óskaddur úr þessari raun. Fleiri stúlkur en dreng-
ir greiða kvæðinu neikvætt atkvæði, og gæti það
stafað af því, að feiknir þær, sem í því er lýst,
skjóta sumum þeirra of mjög skelk í bringu. —
Kvæðið er einnig mjög vinsælt með þeim 11 ára
drengjum, sem nota 1. liefti Skólaljóða. Vinsæl
lög eru við kvæði þetta, þjóðlag, lög eftir Sig-
valda Kaldalóns og Sigfús Einarsson, og má
gera ráð fyrir, að mörg börn kunni þau, eða kann-
ist við þau.
Fifilbrekka, gróin gnmd eftir Jónas Hallgríms-
son. 16 drengir eða 11% og 30 stúlkur eða 18.4%
greiða kvæðinu jákvætt atkvæði. Drengir skipa
því í 12. vinsældaröð, stúlkur í 3. 15 drengir eða
10.3% og 22 stúlkur eða 13.5% þeirra greiða því
neikvætt atkvæði. Skipa drengir því í 7., en stúlk-
ur í 5. óvinsældaröð. Kvæðið er nokkrum sinn-
um nefnt í 11 ára bekkjum, en aldrei í 12 ára
bekkjum. Alls fær það í 10 og 11 ára bekkjum
49 jákvæð atkvæði og 45 neikvæð. Vinsæl lög,
þjóðlag og lag eftir Árna Thorsteinsson eru við
kvæðið, og kunna mörg börn J>au eða kannast við
þau.
Kvæðið er 5 erindi, og er efni og innri gerð
Jæirra allra lík. Hvert erindi hefst á því, að skáld-
MENNTAMÁL
84
ið ávarpar ýmsa eftirlætisstaði sína í dalnum:
fífilbrekku, gljúfrabúa, bunulæk, hnjúkafjöll og
loks sæludalinn með öllum Jreim dásemdum, sem
í honum eru. í næstu tveimur vísuorðum getur
liann nánar einkenna }>eirra, hlutverks eða staða
í tengslum við aðalheitið: „grösug hlíð með bei'ja-
lautum/flóatetur fífusund". 4. vísuorðið í hverju
erindi er endurtekning 1. vísuorðs með tilbrigð-
um: „fífilbrekka, smáragrund," „gljúfrabúi, hvíti
foss," o. s. frv. 5. og 6. vísuorð eru almennara
eðlis, tjáir skáldið J>ar ýmist tilfinningatengsl
sín við staði Jrá, er það hefur nefnt, eða dregur
fram almennt gildi þeirra: „Yður hjá ég alla
stund/uni bezt í sæld og Jrrautum," eða: „Skýlið
öllu helg og há/hlífið dal, er geisa vindar."
Síðustu tvö vísuorðin eru svo endurtekning
tveggja hinna fyrstu. Hver vísa er heild, lokast
eins og hringur um reglubundnar endurtekning-
ar með lilbrigðum. Engin saga eða frásögn felst
í kvæðinu. Það er hreint náttúruljóð.
í þessu kvæði Jónasar birtast vel máltöfrar
hans og rímsnilkl. Vart mun nokkurt annað ljóð
hans vera jafn-hnitmiðað og margslungið að
formi, né ort af meiri íþrótt, þrátt fyrir einfald-
leik sinn. Það er eins og hvert orð geisli af fegurð
og unaði, og á þessum klið er hert með hrynjandi,
rími og endurtekningum. Að sjálfsögðu gera börn
sér ekki grein fyrir hinni þaulhugsuðu og sam-
ræmdu byggingu kvæðisins, þau skynja þessa
kliðmjúku rímfléttu sem einfalda heild. Fleiri
stúlkur en drengir geta lifað sig inn í náttúru-
lýsingar ljóðsins, en mörgum tekst það ekki;
verður Jrað þá í eyrum þeirra sem hljómandi
málmur og hvellandi bjalla, dauð upptalning,
sem hugur þeirra gæðir hvorki merkingu né fyll-
ingu. Kvæðið skírskotar mun minna til drengja.
Þeir eru yfirleitt nokkru seinni til en stúlkur að
njóta hreinnar ljóðrænu, þar sem ekki er um
neina atburðarás eða efnisjrráð að ræða.
Ungum er það allra bezt. Heilræðavísur eftir
Hallgrím Pétursson. 18 drengir eða 12.4% og
29 stúlkur eða 17.8% Jreirra greiða kvæðinu já-
kvætt atkvæði. Skipa drengir því í 10., en stúlkur
í 4. vinsældaröð. Aðeins 2 drengir og 2 stúlkur
greiða því neikvætt atkvæði. Kvæðið er nokkrum
sinnum nefnt í 11 og 12 ára bekkjum og fær }>ar