Menntamál - 01.04.1972, Side 29
stofnað, er ekki unnt að halda því fram, að sið-
gæðisboðskapur hennar sé alls kostar góður.
Niðurlag. Sögur þær, sem bæði piltar og stúlk-
ur telja beztar, og mestra vinsælda njóta á þess-
urn aldri, eru 2 barnaævintýri, Litla stúlkan með
eldspýturnar og Lyklarnir, þrjár jjjóðsögur,
Munchausensögur, Karl og kerling og Naglasúp-
an, og ein veiðisaga, Bardagi við hvítabirni. Æv-
uitýri H. C. Andersens er heimsfrægt listaverk
°g ber af öllum sögunum að listgilcli. Þótt hún
sé sorgleg, er liún laus við tilfinningavæmni. Hún
er reyndar miklu vinsælli með stúlkum en piltum,
og virðist það stafa af tvennu: Söguhetjan er
lítil stúlka og eiga því stúlkur af þeim sökum
auðveldara um að setja sig í sj^or hennar (sant-
sama sig henni), og efni sögunnar vekur sterka
meðaumkun og samúð. Bardagi við hvítabirni
segir frá viðureign manna við óargadýr, sem háð
er af illri nauðsyn. Kemur hvergi fram í sögunni
grimmd né drápgirni og sakir þessa orkar hún
ekki fráhrindandi á stúlkur, særir ekki tilfinn-
íngar þeirra. Hún er jafnframt spennandi saga
um lífsháska og svaðilfarir. — Þjóðsögurnar þrjár
°g annað barnaævintýrið, Lyklarnir, hafa öll á
sér svipaðan blæ. Allar eru sögur þessar skoplegar,
þar kemur fram græskulaust eða giæskulítið gam-
an. Hrakfallasaga karlsins, sem tekur að sér liús-
verkin einn dag, er sprenghlægileg, en flónska
hans liefur samt ekki nema hæfilega vondar af-
leiðingar, sem nægja rétt til þess, að karl læri
sína lexíu. Piltar setja það ekki fyrir sig, þótt
aulinn í sögunni sé karlmaður. í Naglasúpunni
og Lyklunum er leikið á einfeldninga á skop-
legan en hóflegan hátt. Ginningarfíflið í fyrri
sögunni er kerling, en í hinni síðari karl, og
bragðarefurinn er karlmaður í báðum. En svo
hóflega er á frásögn haldið, að hvorki piltar né
stúlkur setja þetta fyrir sig, svo að nokkru nemi.
Einfeldningsleg fyndni kemur fram í stórlyga-
sögum Munchausens, þær skemmta þó drengjum
miklu betur. Þær „eru nokkuð vitlausar, en þó
ekki svo vitlausar, að ekki sé hægt að hlæja að
þeim,“ eins og ein 11 ára telpa komst að orði
við mig. Fjórar sögur af sex, sem bæði drengjum
og stúlkum þykja beztar, höfða til skopskyns og
meinlítilla hrekkja. Bragðarefirnir, sem hafa flón
að ginningarfíflum, verða þó að gæta hófs og
leika ekki of grátt við minni mátt. Kemur þetta
viðhorí fram í Naglasúpunni, sem fær langflest
jákvæð atkvæði allra kafla í lesheftum barna-
skólastigs, svo og í Lyklunum, sem hlýtur næst-
flest jákvæð atkvæði.
MENNTAMÁL
87