Menntamál - 01.04.1972, Page 33
oddsen, prentuð 1880. Reikningsbók eftir J. Sig-
fússon, prentuð 1885. Kennslubók i flatamdls-
freeði eftir Halldór Briem kennara á Möðru-
völlum, prentuð 1889. Reikningsbók eftir R.
Morten Hansen, prentuð 1890. Kennslubók i
þykkvamdlsfrœði eftir Halldór Briern, prentuð
1892. Og Reikningsbók lianda börnum eftir Ög-
niund Sigurðsson, síðar skólastjóra í Flensborg,
prentuð 1900.
Sjálfmenntaðir stærðfræðingar
I.íklegt er, að á öllum öldum íslandssögunnar
liafi verið til menn hér á landi sjálfmenntaðir
eða að mestu leyti sjálfmenntaðir í tölfræði,
þótt við vitum ekki nöfn þeirra. Á síðari tímum,
eftir að prentaðar reikningsbækur koma til sög-
unnar, verður reikningskunnáttan almennari. í
byrjun þessarar aldar var fjöldi sjálflærðra stærð-
fræðinga enn ofar moldu. Einn þessara manna,
sem ég man eftir, var Pétur Þórðarson alþingis-
ntaður í Hjörsey. Hann var um skeið endurskoð-
andi landsreikninga. Ég man fyrst eftir Pétri á
öðrum tug þessarar aldar. Hann var þá á ferð á
æskuheimili mínu. Svo hittist á, að ég var ]rá með
t'eikningsbók Eiríks Briem, eins og fleiri ungling-
ar á þeim árum. Pétur sagði mér, að ég skyldi
læra þessa bók vandlega. Bókin væri þannig úr
garði gerð, að þeir, sem hefðu áhuga og getu,
gætu vel lært hana tilsagnarlaust. Eitt skyldi ég
þó læra vcl í upphafi, en það var stóra og litla
margföldunartaflan. í bók Eiríks Briem voru
allar þær töflur, sem áður er um getið. Bókin
var sniðin við sjálfsnám, samin af afburðakenn-
ara. Utskýringar voru ágætar og svör við hvert
óæmi. Samvizkusamir unglingar settu roðpjötlu
eða bót yfir svarið, áður en Jjeir skrifuðu á stein-
spjaldið, en aðgættu síðar, hvort dæniið væri
rett leyst. Öld steinspjalda og griffla var enn
ekki liðin, jafnvel ekki 1932, þegar ég byrjaði að
benna. Þá kom eitt og eitt barn í skólann með
steinspjald, sem foreldrar þeirra höfðu notað.
A þeim árum voru íslendingar fátækir. Margir
höfðu þá tæplega til hnífs og skeiðar.
Allt fram á þennan dag hafa menn lært stærð-
fræði og margar aðrar námsgreinar því sem næst
tilsagnarlaust. Það sýnir sá fjöldi manna, sem
tekið hefur stúdentspróf utan skóla og varla
inn fyrir skóladyr komið. Nefna má, að einn af
þekktustu stærðfræðingum þessa lands lék sér að
því að taka stúdentspróf stærðfræðideildar utan
skóla og hafði þá aldrei í skóla setið. Þá má
nefna alþýðumanninn Vilhjálm Ögmundsson á
Narfeyri, sem varð þekktur stærðfræðingur inn-
an lands og utan. Vilhjálmur er látinn fyrir
nokkrum árum síðan. Ýmsir háskólagengnir
menn í raunvísindum hafa haldið því fram, að
hefðu þeir lært sinn barnalærdóm í reikningi
með nútíma aðferðum, hefði námið gengið betur
og þeir orðið meiri og betri stærðfræðingar.
Spyrja mætti: Er þetta sönn eða ósönn fullyrðing?
Ég held, að þetta verði hvorki sannað né afsann-
að. Eftir á getur mönnum fundizt þetta eða hitt.
Að lokum þetta: Rétt er að taka allar þær nýj-
ungar í kennslumálum til athugunar, sem efst eru
á baugi hjá nágrannaþjóðum okkar. Betra er þó
að fara að öllu með gát. Stökkbreytingar á þessu
sviði munu ekki gefast vel.
í janúar 1972.
A thugasemd ritnefndar
Eftir upphafi greinarinnar að dærna mun helm-
ingur Menntamála 1970 og 1971 hafa farið frani hjá
höfundi, því að bækur og lagafrumvörp um skólamál
eru rædd í 5 hefium af 10 í þeini árgöngum, en hitt
er rctt að það er of lítið. Þar er við að sakast þá
staðreynd að kennarar eru æði tregir eða þungir til
að skrifa um þessi efni. Og það er misskilningur hjá
höfundi að Menntamál séu lokuð nema „vissuni hóp
ntanna", því að ritið stendur og hefur staðið opið
hverjum þeim sem vill skrifa um einhvern þátt upp-
eldis- og skólamála af hógværð og sanngirni — og
jafnvel fleirum, en greinum um þessi efni hafa
Menntamál ekki hafnað.
Hitt er eðlilegt í núthnaþ jóðfélagi að ekki lesi allir
kaupendur tímarits hvert orð í hverju hefti þess,
heldur vinza menn úr og lesa flestir fyrirsagnir til að
finna það sem þeirn virðist hclzt áhugavert, sleppa
hinu. Þannig sía rnenn sér efni úr fjölmiðlum yfirleitt.
Annars eru greinar um þetta efni, stefnu Mennta-
mála og efnisval, vel þegnar, og dugi nú þeir sem hafa
skoðun á því hvort efni tímaritsins er umræðu vert!
MENNTAMÁL
91