Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Side 37

Menntamál - 01.04.1972, Side 37
Irma Arminen heiðruð. Dagskrá stjórnarþingsins 1. Launakjör kennara. 2. Réttindi og skyldur. Grundvallarviðhorf í framhalds- menntun kennara. 3. Rannsókn á vinnuaðstöðu kennara. 4. Úrvinnsla gagna sem grundvöllur umræðna um launamál, og kostnaður við fræðslumál með hlið- sjón af hagvexti þjóðar. 5. Verkefni í sambandi við samræmingu skólakerf- anna á Norðurlöndum. 6. Heimavinna nemenda. 7. Ýmsar tilkynnningar frá kennarasamböndunum. 8. Þingstaður 1972. 9- Kjör formanns og framkvæmdastjóra. Sá háttur var hafður á, að þingfulltrúar frá hverju landi graindu frá markverðustu breytingum, sem orðið hafa í löndum þeirra frá síðasta þingi varðandi launa- °9 starfskjör kennara, og hvaða baráttumál í þeim efn- um eru fram undan. Fulltrúarnir frá hverju landi skiptu með sér framsögn um aðra liði dagskrárinnar. Af dagskránni sést, að fjallað var um margvísleg, sam- eiginleg málefni, þótt ákveðnar ályktanir hafi ekki verið Serðar. Sum atriðin verða tekin fyrir aftur á næsta Þingi, svo sem um grundvallarviðhorf í framhaldsmennt- Ue kennara. Þá má einnig nefna samræmingu skóla- körfanna á Norðurlöndum, sem er farið að ræða og 9era ályktanir um á æðstu stöðum fræðslumála á Norð- Urlöndum og kanr að hafa mikla þýðingu fyrir islend- inga. Svavar Helgason, fulltrúi S.Í.B., hafðl framsögu um heimavinnu nemenda. Næsti þingstaður var ákveðinn í Stokkhólmi að hausti 1972 og var Hans Hellers, formaður Sænska kennara- sambandsins kjörinn formaður Norræna kennarasam- bandsins og þá um leið forseti næsta þings. Við þingslit heiðruðu Skúli Þorsteinsson og Hans Hellers varaformann finnska kennarasambandsins, Irmu Arminen, með sérstökum kveðjuræðum og gjöf frá Nor- ræna kennarasambandinu, þar sem hún lætur nú af störfum vegna aldursmarka og mun því ekki sitja fleiri slík þing, Var henni gefinn kertastjaki úr hrauni og þótti hinn snotrasti gripur. MENNTAMÁL 95

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.