Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Síða 40

Menntamál - 01.04.1972, Síða 40
veriö of hægfara. Á þessu sviði höfum við dregizt aftur úr og það þarf að vinna upp. b) Hvers konar tækni mun í framtíðinni hafa æ víðtæk- ari áhrif á daglegt líf okkar, hvort sem mönnum þykir það Ijúft eða leitt. c) Andspænis þessari þróun verður stjórn verk- og tæknimenntunar að vera afar næm og sveigjanleg. d) í þessu sambandi bendir starfshópurinn á, að nú gegnir enginn tæknimenntaður maður störfum innan menntamálaráðuneytisins. Úr þessu þarf að bæta þegar í stað. e) Af því, sem þegar er sagt er sýnt, að símenntun og endurhæfing fullorðinna er óvíða jafn brýn og á verk- og tæknisviðinu. 1. 2. Háskólastig. Um tæknimenntun á háskólastigi telur ráðstefnan að gilda eigi sömu samræmingarsjónarmið og áður er lýst fyrir framhaldsskólastigið. Hvort sem námstitlar verða tæknifræðingur, verkfræð- ingur, tæknihagfræðingur eða eitthvað annað, er það ályktun ráðstefnunnar, að hér eigi að fara eftir sam- ræmdri námsskrá og punktakerfi. Jafnan verði tekið mið af tæknimenntun, þar sem hún gerist bezt hjá öðrum þjóðum. í þessu kerfi mundi hver bútur af námsefninu venju- lega byggja á öðrum bútum í sömu og í skyldum náms- greinum. Til ákveðinna starfa í þjóðfélaginu yrði eftir þetta auðvelt að velja menn með tiltekið magn náms- eininga sem lágmark í ákveðnum greinum. 2. Starfrænt nám og stöðug kynning þess Ráðstefnan minnir á að í mörgum starfsgreinum þjóð- félagsins vinnur stór hópur fólks án starfsmenntunar. Ætla mætti að slíkt ástand standi þróun starfsgrein- anna fyrir þrifum. Nefna má matvælaiðnað, vefnaðar- og fataiðnað sem dæmi um slíkar atvinnugreinar. Ef skipulagðar væru námsleiðir á sviðum þessara mikilvægu atvinnuvega, mætti búast við að betri árang- ur næðist í framleiðslu, og auk þess mundi skipulagning slíkra námsleiða beina fleiri góðum starfskröftum inn í þessar starfsgreinar. Á meðan sameinaður framhaidsskóli er ekki mótaður, er mikil þörf fyrir aðila, sem veitir stöðugt upplýsingar um námsleiðir á framhaldsskólastigi. Sami aðili þyrfti að geta fylgzt með á hvaða sviðurn sé þörf aukins mann- afla á hverjum tíma og ýtt undir skipulagningu nýrra námsleiða, þegar þarfir skapast til þess. Ef upplýsingastarfsemi er ekki næg, er hætta á að nemendur velji sér starf eftir ríkjandi hefð og tízku. Nem- endur eru oft lengi óákveðnir og lengja undirbúnings- nám sitt að óþörfu. Betri upplýsingar stuðluðu að því að nemendur fyndu fyrr starfsgreinar við sitt hæfi. MENNTAMÁL 98

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.