Menntamál - 01.04.1972, Side 45
undir hann meðvitað. Það er áberandi, hvernig eðlileg
sönggleði ungbarna dvínar við 5 eða 6 ára aldur. Þetta
Þýðir í rauninni hrörnun og rýrnun á músíkölskum hæti-
leikum barnsins, sem erfitt er að bæta upp síðar meir.
Hæfileikar eða gáfur eru ekki óumbreytanleg stærð,
fengin f vöggugjöf — heldur stærð, sem mótast og
breytist vegna áhrifa umhverfisins. Þetta er staðreynd,
margsönnuð með fjölda af vísindalegum rannsóknum
síðustu áratugi.
Sem stendur skapa skólarnir og forskólastofnanir ekki
Þau umhverfisskilyrði, sem þyrfti til að efla músíkalska
fjáningarmöguleika barna, þroska hreyfingarskyn þeirra,
efla músíkalskt ímyndunar- og sköpunarafl og stuðla að
filfinningalegu jafnvægi. Til þess er ekki nógu vel búið
að tónlistinni sem forskóla- og skólagrein. En jafnvel
Þótt aðbúnaður að tónlistinni væri góður í þessum stofn-
anum, getur sá aðbúnaður og sú aðhlynning aldrei kom-
13 í staðinn fyrir tónlistariðkun á heimilinu. Ég á hér
ekki við þá tilviljunarkenndu snertipunkta, að barn hlusti
é hljómplötu af og tiÉ heldur það, að foreldrar, og þá
sérstaklega móðirin, skapi það músíkalska „andrúms-
l°ft“, sem nauðsynlegt er til þess að tónlistaráhugi
barnsins fái að vaxa og dafna.
Þetta er ekki hugsanlegt, nema foreldrarnir séu nægi-
lega vel upplýstir til þess að vita, hvernig á að skapa
°9 nýta slíkt andrúmsloft. Einnig verða þeir að vilja það,
éður en þeir vita það. Viljinn og óskin til að framkvæma
eitthvað eru aftur á móti háð þeirri umhverfisþjálfun, sem
foreldrarnir sjálfir hlutu og koma til með að hljóta, mati
þeirra verðmætaþátta og þjálfun þeirrar verðmætisvit-
endar, sem þroskast hefur hjá þeim. Þar með iokast víta-
þringurinn, Því varla er von til, að heimilin geti bætt úr
biúsíkölskum næringarskorti barnanna, fyrr en foreldr-
arnir sjálfir hafa hlotið breytta meðvitund til þessara
Þétta gegnum sína eigin skólagöngu, í breyttum skól-
Urn. sem kunna að meta, nýta og beita tónlist í uppeldi.
Vitundarbreytingin og þar með viðhorfið til tónlistar
sem lyftistangar í uppeldi tekur þvi a. m. k. tvær kyn-
s|óðir. Þetta er ekki ýkja langur tími, ef höfð eru í huga
hraðalögmál breytinga í skólakerfum.
Þróunin beinist öll í þá átt, að þáttur heimila í upp-
eldi barna verði minnkandi í framtíðinni, en þáttur for-
skóla og skóla vaxandi. Því er mikilvægt, að þessir þættir
forskóla- og skólastarfsins verði vel úr garði gerðir;
Þernið má ekki vera vannært frá múslkölsku sjónarmiði.
Eins og þegar hefur verið sagt, gegnir músíkölsk tján-
lnS mikilvægu hlutverki I þroskun sköpunar- og (mynd-
Unarafls og stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi barnsins.
Það er því einkar áríðandi, að iðka tónlist sem nokkurs
konar fyrirbyggjandi vernd bæði sálar og líkama. Það
9efur auga leið, hve mikilvæg hreyfingarþjálfun er ung-
Uni börnum. Mörg þeirra koma í skólann vanþroskuð á
Þessu sviði. Við köllum þessi Þörn klaufa í daglegu tali,
en gerum litið til að bæta úr þessum mótoriska skorti.
Því miður virðist leikfimikennslan ekki miða að því að
ráða bót á þessu á nægilega kerfisbundinn hátt. 6—7
ára barn á fullt [ fangi með að ráða við alls konar mótor-
iska erfiðleika, t. d. að þroska grófhreyfingar í fínhreyf-
ingar (skrift). Hér gæti hreyfingarþjálfun í sambandi
við tónlist gert mikið gagn. Náið samstarf milli leikfimi-
kennara og tónlistarkennara gæti hér orðið til blessunar.
Mikilvægur þáttur í tónlistarkennslu barna er að
þroska músíkalskan smekk þeirra og skilning þannig, að
þau séu fær um að beita hlutlægu músíkölsku mati og
taka sjálfstæða afstöðu til tónlistar sem neytendur. Sá
hljóðheimur, sem umlykur okkur öll, er orðinn þannig, að
við erum ekki lengur óháð honum sem neytendur. Á þetta
ekki aðeins við um þann daglega hávaða, sem umlykur
okkur og sem tilheyrir vandamálum eins og umhverfis-
vernd, heldur er hér átt við það, að hið kapitalíska þjóð-
félag skapar músíkalskar þarfir hjá börnum og ungling-
um f samræmi við þörf iðnaðarins til að koma fram-
leiðslunni til neytandans. Börn og unglingar eru áhrifa-
gjörn og sérlega opin fyrir tízkufyrirbærum, jafnt í tónlist
sem öðru, t. d. klæðaburði. Hljómplötuiðnaðurinn hefur
fyrir löngu uppgötvað þessa viðskiptavini sína og beitir
kænlega listum markaðslögmála og skoðanamótunar til
að selja vöru sína. Þessi beini og óbeini áróður gerir
börn og unglinga háða vörunni og hringurinn framleiðsla-
eftirspurn lokast mjúklega. Fjölmiðlarnir eru einn sterk-
asti áróðursaðilinn í þessu sambandi, bæði meðvitað og
ómeðvitað.
Það er einn veigamesti þáttur í tónlistaruppeldi að
þroska hæfileika barna og unglinga til sjálfstæðs músik-
alsks gæðamats, sem byggist á þekkingu efnisins. Ein-
ungis á þann hátt geta börn og unglingar tekið sjálfstæða
og óháða afstöðu til tónlistarframleiðslunnar sem neyt-
endur, i staðinn fyrir að láta stjórnast af tizku- og neyzlu-
lögmáli, sem byggist á lægsta hugsanlega samnefnara.
Tónlistariðjuhöldar seilast djúpt ofan i vasa æskufólks
og njóta allra fríðinda tll þess, meðan skólarnir þjálfa
ekki nemendur sína til gagnrýnins neyzluhugsunarháttar.
Tónlistaruppeldi I þessum skilningi hefur þvi einnig
pólitískar hliðar, í víðustu túlkun orðsins. En yfirfærslu-
möguleiki og meðæfingarþáttur slíks uppeldis skyldi ekki
vanmetinn. Þroskun á listrænu mati og skilningi er hæfi-
leiki, sem þegn í nútímaþjóðfélagi þarf sífellt að geta
beitt við margvíslegar aðstæður, ef hann á ekki að verða
undir í baráttunni við meðalmennskuna. Leiðin til sliks
þroska liggur gegnum þjálfun, sem byrjar við forskóla-
aldur og endar aldrei.
Alhæfingargildi þjálfunar vitsmunaþátta og tilfinninga-
leg auðgun hjá þeim Þörnum, sem njóta vel uppbyggðs
tónlistaruppeldis frá unga aldri, er veganesti, sem barnið
þarf nauðsynlega á að halda á lífsleiðinni, ef það á ekki
að verða varnarlaust gegn hinum margvíslegu umhverfis-
áhrifum óskipulagðra og skipulagðra hljóða (tónlistar).
Aðeins með slíka þjálfun að baki getur barnið valið og
hafnað samkvæmt eigin verðmætamati, þ. e. tekið sjálf-
stæða afstöðu til listrænna fyrirbæra.
MENNTAMÁL
103