Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 4
66 VORIÐ MAMMA: Jú, jú, og einnig að breyta eldri löguum. KNÚTUR: Eru það lög, sem eru sungin, eins og t. d. „Ó fögur er vor fósturjörð"? MAMMA: Nei, nei, litla flónið mitt. Lög eru ýmsar reglur, sem menn verða að lifa eftir. Fræðslu- lögin mæla til dæmis svo fyrir, að öll börn verði að ganga í skóla. Hegningarlögin ákveða, hvernig skuli hegna þeim mönnum, sem brjótaf lög þjóðarinnar. Svo sam- þykkir þingið fjárlögin, sem ákveða, hve miklu fé skuli varið til að launa embættismenn, byggja skóla og sjúkrahús, leggja vegi og síma, styrkja gamalt og sjúkt fólk og margt fleira. MARÍA: Eiga þingmennirnir svo að leggja til alla þessa peninga? MAMMA: Nei, nei, María mín. Þeir fá nú peningana með ýmsu móti. Öll þjóðin hjálpast að við að greiða í þennan sjóð, sem nefndur er ríkissjóður. SVEINN: Fá ekki þingmennirnir eitthvað af þessum þeningum sjálfir? MAMMA: Nei, það er nú lítið. Þeir fá bara kaup fyrir vinnu sína á þinginu. BÚI: Hvað fær ríkissjóður mikla peninga með þessu móti? MAMMA: Það er nú misjafnt. Stundum 100 milljónir. KNÚTUR (undrunarkl.): Hundr- að milljónir. Það er mikið. Það er ekki svo vitlaust að vera al- þingismaður. Geta margir verið alþingismenn, mamma? MAMMA: Já, alþingismennirnir eru nú 51. En þeir skiptast svo í tvær deildir, efri og neðri deild. MARÍA: Er svo einn kennari fyrir > hvora deild? MAMMA: Nei, þetta er enginn skóli. En það er kosinn forseti fyrir hverja deild, til að stjórna fundunum. SVEINN: Á svo forsetinn aðsjáum, að þingmennirnir láti ekki illa á fundunum? MAMMA: Nei, nei, þingmenn láta aldrei illa. En forsetinn á að til- kynna, liverjir ætli að flytja ræð- ur, bera upp tillögur frá þing- mönnunum um ýmis efni o. fl. BOLLI: Ég hélt að það væri ekki \ nema einn forseti, sem kom í staðinn fyrir konginn. MAMMA: Nei, það er alveg rétt, þetta eru alþingisforsetar, en hann er ríkisforseti. Hann skrifar undir öll lögin, sem þingmenn- irnir semja, og þá hafa þau öðlazt gildi. KNÚTUR: Geta þingmennirnir sett livaða lög, sem þeir vilja? MAMMA: Já, ef þeim kemur sam- an um það. GUNNAR: Kemur þingmönnun- ' um illa saman? MAMMA: Nei, nei, en þeir eru ekki alltaf sammála frekar en þið. Mig minnir, að þið séuð ekki allt- af á sama máli um alla hluti. KNÚTUR: Nú dettur mér nokk-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.