Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 34
96
VORIÐ
En svo, þegar eygði ég Súlunnar tind,
og sólgljáðan, lognsléttan fjörðinn,
blasti við fögur og fullkomin mynd,
þau föðmuðust hafið og jörðin.
Langt út á firði sást Hríseyjan há
hjúpuð í bláleita móðu.
Og borgin á ströndinni blasti við þá,
þar byggingar háreistar glóðu.
Kristján Tryéévi Jóhannsson.
(Vorið hefur áður birt tvö kvæði eftir
þennan unga höfund, sem nefndi sig þá
Hlyn).
★
Orðaþraut.
lóð.
par.
lár.
ala.
rak.
Fyrir framan hvert þessara orða
á að setja einn staf, svo að ný orð
myndist. Séu þeir stafir lesnir ofan
frá og niður eftir, myndast nýtt orð.
Það er algengt bæjarnafn.
Blómanöfn.
Só----y. F------1 —. B-------i-
— ó —. B----u------1----■ l>----d-
------b-------. T-------s-------.
S-----r —. L-------b------r-----.
B-----g-----s -. G--------i-----a-
----a — p-----. T-----u------a —.
Hr----n — k--------k —. Ey------r-
Guðrún Sigríður Zophoníasardóttir
(11 ára), Blönduósi.
VORIÐ
tímarit fyrir börn og unglinga. Koma
út 4 hefti á ári, minnst !i‘4 síður hvert
hefti. Árgangurinn kostar kr, V00 og
greiðist fyrir 1 maí.
Útgefendur og iitstjórar:
Hannes J. Magnússon. Páls Briems-
götu 20 Akureyri, og
Eirfkur Sigurðsson, Hrafnagilsstr. 12,
Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar.
Ráðning á dægradvöl í 2. hefti.
1. 28 börn voru í bekknum.
2. Hér eru nokkur orð, sem merkja
sama og stúlka: mær, meyja, fljóð,
snót, drós, svanni, baugalín o. m. fl.
3. Fjallkonan = ísland. Mögum af
mögur = sonur. Gumar = menn.
Mær = stúlka.
GAMAN OG ALVARA.
„Stamar þú vegna þess, að þú hugsir
fljótar en þú talar?“
„Nei, ég sta-stama vegna þess, að fólk
reynir að heyra það, sem ég er að se-
segja, áður en ég hef lokið við að
s-segja það.“
----o-----
„Þegar litið er til barnanna, lítur út
fyrir, að við séum farnir að eldast, Jón.
Nú er Kristinn yngsti sonur minn orð-
inn afi.“
----o-----
Eins og kunnugt er hafa Múhameðs-
trúarmenn annan tímareikning en við.
Við miðum ártölin við fæðingu Krists,
en þeir við flótta Múhameðs frá borginni
Mekka árið 621. Þeirra ártal er því
1324.
----O-----