Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 17

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 17
VORIÐ 79 til konungshallarinnar. Hann var peningalaus, en fékk að vinna fyrir sér sem hestahirðir kóngsins. Kóng- ur hafði stranglega bannað að bera ljós í hesthúsið. Skyldi hestasveinn- inn ætíð hafa lokið störfum sínum áður en dimmdi. Eitt sinn vanrækti Jósef verkin og átti því nokkuð ógert, þegar myrkrið skall á. Þá datt honum í hug skeifan, sem hafði lýst á veginum forðum. Hann tók liana og notaði í stað lampa og sá þá vel til. En einmitt í þessu sama bili kom kóngur að hesthúsinu. Hann gægðist inn um glugga og sá hvers kyns var. Hann skipaði hestasveininum undir eins að konra á sinn fund og mælti hvasst: „Hvers vegna gerist þú svo djarfur að kveikja ljós í hesthúsinu, þegar ég hef stranglega bannað það?“ Jóscf sagði allt eins og var, en kóngur heimtaði að fá að sjá skeif- una. Jósef færðist undan, en kon- ungur ógnaði honum með dauða, og þorði hann þá ekki annað en hlýða. En kóngur tók skeifuna til sín. Ekki leið á löngu, þar til er vesl- ings hestasveinninn gleymdi sér aftur og vanrækti störfin í hesthús- inu. Hann varð því að gera þau um kvöldið, þegar dimmt var orðið. Og þegar hann sá ekki til, neyddist hann til að taka gullfjöðrina og nota hana á sama hátt og skeifuna áður. Kóngur sá ekki ljósið að þessu sinni, en næsta dag var talað um, að ljós hefði sézt í hesthúsinu. Kóngur lét þegar kalla á hestasvein- inn. Hann sagði sem fyrr, að hann hefði orðið of seinn með verkin og því tekið það ráð að nota gullfjöðr- ina fyrir ljós. En það fór eins og áð- ur, að hann varð að afhenda kóngi fjöðrina. Enn fór svo, að Jósef gleymdi tímanum og lenti í myrkri með verkin sín. Tók hann þá hárlokk- inn og notaði sem ljós. Og liann skein svo skært að albjart varð í húsinu. Kóngur fékk enn að vita þetta og neyddi Jósef til að fá sér lokkinn. En nti fór kóng að langa til að \ ita eitthvað meira unr þessa merki- legu hluti. Dag nokkurn segir hann við Jósef: „Þú verður að færa mér hestinn, sem hefur tapað gullskeif- unni, annars læt ég höggva af þér höfuðið." Jósef varð ráðalaus, því að hann sá enga leið út úr þessari klípu. Fullur örvæntingar ráfaði hann niður í hesthúsið og fór að gráta. í einu horninu, þar sem minnst bar á, stóð Gráni gamli. Jósef hafði nærri gleymt honum. En nú gekk liann þangað í öngum sínum og kvartaði yfir ógæfu sinni við klárinn. Og þegar Jósef hafði sagt allt, lyfti gamli klárinn höfð- inu og mælti: „Þarna getur þú séð, þú hefðir átt að fylgja mínum ráð- um fyrr. En ég vil samt sem áður hjálpa þér. Langt í hurtu er höll ein. Þangað skaltu fara, og mun ég vísa þér leið. í hesthúsinu við höll þessa muntu finna gamlan, ljótan

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.