Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 15

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 15
VORIÐ 77 út, ætlaði að vera væn og sækja vatnið fyrir mömmu, en hin horfðu í aðra átt og tóku ekki eftir því. Eft- ir örlitla stund snýr Eyjólfur til dyra, skimar í kringum sig og segir: „Mamrna, hvar er vatnsfatan?" Kristín lítur við og rekur upp óp: ,,Guð hjálpi mér! Sigga er horfin með fötuna.“ Þau þutu út og í sprettinum ofan að á. Þar stóð Sigga. En ckki var á henni þurr þráður, og streymdi vatnið af ltenni. Fötuna hafði hún í hendi og var hún full af vatni. Móðirin skildi þegar, að Sigríður litla liefði lent í ána, en líka hitt, að ómögulegt væri, að hún hefði komi/.t hjálparlaust aftur upp um þröngt gat á ísnum. Hún vafði harnið að sér og spurði: „Hvernig komstu upp, elskan?“ „Það kom hvítur maður og tók mig upp úr og lét mig niður á ísinn,“ svaraði Sigga. Þessi sanna saga er ekki lengri. Sigríður ól mestan aldur sinn á Fljótsdalshéraði. Hún var með af- brigðum vönduð, vel gefin og fróð. Hún var milli 50—60 ára, þegar hún sagði mér þessa sögu og kvaðst muna glöggt eftir hverju atviki hennar, sem hún sá og heyrði, enda er það algengt, að ægileg atvik svo að segja, brenna sig inn í meðvit- und barna. Sigríður giftist Eiríki Þorsteins- syni frá Hamborg, en eigi voru þau lengi í hjónabandi. Hann dó á ungum aldri. Börn hennar voru fjögur, sem upp komust. Hún lifði mann sinn nærfellt 60 ár og andað- ist í Borgarfirði eystra, nærri 92 ára. Afkomendur hennar eru marg- ir, bæði hérlendis og í Ameríku. Austfirzk kona. Tveir vinir.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.