Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 10

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 10
72 VORIÐ „Já, auðvitað gerum við það,“ mælti Óli. Síðan klifraði skipstjórinn riiður í bátinn og innan stundar var hann kominn alllangt frá skútunni. Drengirnir byrjuðu nú á að þvo þilfarið og unnu af kappi í hálfa klukkustund. Þá rétti Ferdinant úr sér og mælti: „Nú er hann kominn í land.“ Því næst fleygðu þeir frá sér þvottaáhöldunum, gengu aftur á skipið og lögðu sig þar til svefns. „Nú megum við ekki sofa of lengi,“ sagði ÓIi. „Ó, ætli við Ijúkum ekki við það, sem eftir er á tveimur tímum?“ niælti Ferdinant. „Já, en ef hann kæmi nú á með- an,“ sagði Óli. „Nei, nei, það gerir hann ekki,“ svaraði Ferdinant. Og svo komu þeir segldúknum fyrir undir höfðinu og sofnuðu vært. Eftir nokkurn tíma vöknuðu þeir við umgang og köll á þilfarinu. Ferdinant vaknaði fyrst og sá marga einkennisklædda menn, eða öllu heldur drengi á þilfarinu, og áður en hann vissi af, höfðu jaeir ráði/.t á hann og bundið hann á höndum og fótum. Síðan létu jaeir hann liggja endilangan á jail- farinu. Óli vaknaði við þessar að- farir og kallaði á lijálp, en innan stundar lá hann einnig bundinn við hliðina á félaga sínum. „Hvar eru hinir?" spurði hár og herðabreiður maður, sem var mikl- um mun eldri en hinir gestirnir og var auðsjáanlega fyrirliði flokksins. „Skipstjórinn fór í land,“ sagði Ferdinant. Honum datt í hug, að hér væru ’áfengissmyglarar á ferð- inni, eða sjóræningjar. Loks datt honum í hug, að verið gæti að skoll- in væri á styrjöld, þótt þeir liefðu ekki heyrt jaess getið. „Skipstjórinn--------Þú átt við fyrirliða ykkar,“ mælti foringi að- komumanna. „En hvar eru hinir. Þið eigið ]só að vera tíu alls.“ Ferdinant horfði undrandi á l'or- ingjann og Ola lá \ ið gráti. „Við höfum aldrei verið neina þrír á skútunni," sagði Ferdinartt. „Hvað ættum við að gera með tíu menn?" „Við s.kulum fara varlega," sagði einn pilturinn. „Þetta getur aþt verið herbragð. Þessir tveir piltar eiga að vera eins konar agn. Foringinn kinkaði kolli og gaf skipun um að rannsaka sikipið hátt og lágt. „Lítið einnig niður í lestina," skipaði hann. Leitin tók ekki langan tíma, og að henni lokinni var foringjanurn tilkynnt, að engir fleiri menn fynd- ust í skipinu. „Gott óg vel. jrá tökum við þessa nreð okkttr," mælti fyrirliðinn. „Véra má, að við getum neytt jiá til að gefa okkur einhverjar upplýsing- ar. Leysið fætur jreirra, én ekki hendur. Knútur og Eiríkur verða

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.