Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 25

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 25
V O R IÐ 87 °g ekkert sást til þeirra félaga, var ekki um annað að gera en leggja aftur vestur á heiðina og leita þeirra. Við lögðum af stað í skyndi °g gengum nú eins hratt og við gátum, enda syrti nú óðum að. Við hóuðum og kölluðum eins og við gátum, en fengurn ekkert svar. 1-oks komumst við upp ;í háheiði °g var þá skollin á norðan stórhríð með miklu frosti. Og enn var lióað °g kallað. Þóttumst'við þá heyra einhvern óm af kalli, og hertum því gönguna vestur á við. Og þarna, uppi á háheiðinni, undir stórum steini, fundum við þá loksins, liggjandi í snjónum og hríðinni, báða mjög drukkna og "ieð brennivínsflösku á milli sín. Við urðum sem steini lostnir, og eg man enn, hvílíkur berserksgang- ur kom á Vigfús. Hann þreif til Jó- hannesar og reisti hann á fætur, en eg fór að stumra yfir.Gunnari, sem sjáanlega var enn verr farinn. Tók þá Vigfús við honuin, batt saman skíðin og leiddi hann af stað, en ég studdi Jóhannes. Bar hann sig illa og kenndi Gunnari um, því að hann hefði haft vínið, og það verið sterkara en hann hafði búizt við. Eftir stutta stund gafst Gunnar alveg upp, og jóhannes var allt annað en stöðugur á fótunum. Voru þá öll skíðin bundin saman og Gunnar lagður á þau. Reyndi Vig- *ús að draga hann þannig áfram, en ég staulaðist á eftir með Jóhann- es. Þannig gekk þetta um stund. Veðrið versnaði óðum og áttum við fullt í fangi með að lialda réttri stefnu, enda var varla stætt í bylj- unum. Og að lokum gafst Jóhannes líka upp. Var þá ekki um annað að gera en láta þarna fyrirberast. Við reistum upp skíðin og stungum þeim niður í snjóinn og lögðum þá í hléi við þau. Því næst fór Vigfús úr kápu sinni og vafði henni um höfuð þeirra, að öðru leyti reynd- um við að hlúa að þeinr eins og við gátum. Er þeir lröfðu sofið um stund, og við fundum að þeim tók að kólna, reyndum við að vekja þá, en það reyndist örðugt. Þó vaknaði Jó- hannes að . lokum og reyndi að staulast af stað, en Vigfús lagði Gunnar aftur á skíðin og þannig var lraldið áfranr um stund og bar- i/.t við veðurofsann. En þetta reynd- ist; þó ekki haldbetra en svo, að við urðum að hvílast á ný. Enn og aftur var haldið af stað og lagzt fyrir á nýjan leik. Gunnar gat aldrei staðið á fætur, enda kom það síðar í ljós, að hann var kalinn á fótum, en af Jóhannesi bráði smátt og smátt, svo að hann gat staulazt áfram með hjálp. Er á kvöldið leið lægði mesta veð- urofsann, og er niður af heiðinni kom, urðum við nokkuð öruggari um stefnuna. Mun ég aldrei gleyma ratvísi og dugnaði Vigfúsar, enda áttum við allir honum líf að launa. Og loksins, með nærri óskiljan-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.