Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 23
VOftlÐ
ás
legið úti í fönn um hávetur og aldr-
ei orðið meint af.
En nú vorum við komnir í skíða-
kofann heilu og höldnu, glaðir og
reifir, búnir að kveikja og farnir að
kita upp, því að við ætluðum að
gista þar um nóttina.
,,Nú er bezt að leysa frá skjóð-
unni,“ sagði Magnús, þegar við
böfðum borðað og vorum búnir að
koma okkur vel fyrir. Magnús var
yngstur okkar allra og sólginn í sög-
ur.
Og allir litu til Péturs. Hann var
elztur okkar, hálfsextugur að aldri,
kiinni frá mörgu að segja, og sagði
skemmtilega og vel frá.
..Blessaður, Pétur, komdu nú
nieð eina sögu-,“ sagði Kristján, ,,t.
d. eina útilegumannasögu."
Pétur sat þögull nokkra stund.
Við biðum allir með eftirvæntingu,
því að við þóttumst vissir um, að
nú væri Pétur að leita í huga sér að
mergjaðri sögu.
,,Þið óskið eftir að ég segi vkkur
sögu,“ sagði Pétur að lokum, „og
þið viljið helzt hafa það útilegu-
niannasögu. Það er bezt að þið fáið
i'ana. Raunar er þetta engin venju-
leg útilegumannasaga, en hún er þó
nð minnsta kosti sönn, og sjálfur er
eg ein söguhetjan.
------Við vorum þrír á ferð að
vetrarlagi. Það var í Þorrabyrjun,
°g var förinni heitið austur yfir
rröllaheiði. Veðráttan hafði verið
nijög stirð, stöðug norðaústanhríð
ðag eftir dag um langan tíma, og
var því kominn mikill snjór, og
varla hægt að komast leiðar sinnar
nema á skíðum. Ferðafélagar mínir
voru þeir Jóhannes í Búð og Vigfús
á Hömrum, báðir menn á bezta
aldri, en ég var aðeins 18 ára og
ekki beysinn í þá daga. Við vorum
nágrannar og höfðum ákveðið að
verða samferða, því að allir áttum
við erindi til Veiðif jarðar. Við vor-
um vel búnir, þó ekki eins vel og
við núna. Einkum man ég eftir
leðurskónum, hve heiftarlega þeir
frusu í táböndum skíðanna og
héldu að manni kulda. En um það
var ekkert fengizt, því að á öðru
betra var ekki völ í þá daga.
Heiman að frá okkur var tæp
dagleið að Botni, innsta bænum
undir heiðinni 'að vestan, og þang-
að komum við á vökunni og gist-
um þar.
Morguninn eftir, er leggja skyldi
á heiðina, var sæmilegt veður, en
leit þó hvergi nærri vel út. Við vor-
um þó ákveðnir í að leggja á heið-
ina og bjuggum okkur af stað, er
birta tók af degi, og kviðum engu,
enda voru félagar mínir vel kunn-
ugir heiðinni.
En rétt í því, að við vorum að
verða ferðbúnir, sáum við mann
koma vestan hlíðina. Hann gekk
rösklega og bar allfljótt yfir, svo að
við dokuðum eftir honum, enda
mátti líklegt þykja, að hann ætlaði
austur yfir heiðina eins og við.
Og þetta reyndist þannig.
Hann var að koma úr Vogum,