Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 6

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 6
68 V O R I Ð FORSETI: Eru fleiri, sem vilja taka til máls um þessa tillögu? (Bíður litla stund). Ef svo er ekki verður gengið til atkvæða um til- löguna. En allar tillö.gur eiga annars að vera skriflegar. Ég verð því að biðja háttvirta þing- menn, sem hafa einhver mál að flytja, að skila öllum tillögum skriflegum. KARL: Herra forseti! FORSETI: Háttvirtur alþingis- maður, Karl Bjarnason, tekur til máls. KARL: Ég get fallizt á þá breyting- artillögu, sem kom frá háttvirtri alþingiskonu, Maríu Bjarnadótt- ur, og hef því tekið hana upp í tillögu mína. (Réttir forseta ti 1 - löguna). FORSETI (les): Lög um meðferð á dýrum. 1. grein: I»að er strang- lega bannað að vera vondur við dýrin, hvaða nöfnum, sem þau nefnast. — 2. grein: Það á að flengja alla þá, sem fara illa með dýr. — Þeir, sem eru þessu sam- þykkir, geri svo vel og rétti upp liönd. (Allir rétta upp hægri hönd. Forseti telur atkvæðin). Tillagan er samþykkt í einu hljóði. Og er þá ekki annað eftir en að fá undirskrift forseta, til þess að lögin gangi í gildi. Þá verður þetta mál tekið af dagskrá. Liggja ekki fyrir fleiri mál? MARÍA: Herra forseti! FORSETI: Háttvirt alþingiskona, María Bjarnadóttir, tekur til máls. MARÍA: Eins og þið vitið, hefur verið stríð undanfarin ár. Marg- ar milljónir manna liafa dáið. Borgir hafa lirunið og brunnið. Mörg börn hafa misst pabbana sína og jafnvel mömmurnar líka. Svo hafa þau farið á flæking eða dáið úr hungri. Ég legg til að öll stríð verði bönnuð og öllum sé gert að skyldu að vera góðir hvor- ir við aðra. Allir menn eiga að vera vinir og hjálpa hvorir öðr- um. (Ánægjukliður heyrist í þingsalnum. María leggur tillög- una á borð forsetans). FORSETI: Þetta er góð hugmynd. Vilja einhverjir taka til máls? (Bíður litla stund). Það hel'ur enginn beðið um orðið, og vil ég því leyfa mér að lesa frumvarpið upp. (Les): Frumvarp til laga um bann við stríði. I. grein: Hér eft- ir eru öll stríð bönnuð með lög- um. — 2. grein: Allir menn skulu vera vinir, vera góðir hvorir við aðra og hjálpa hvorir öðrum. — Þeir, sem samþykkja þetta, geri svo vel og rétti upp hönd. (Allir rétta upp höndina. Forseti telur atkvæði). Tillagan er samþykkt i einu hljóði, og þar með eru öll stríð úr sögunni. (Stutt þögn). Jæja, liggja ekki fyrir einhver fleiri mál? GUNNAR: Herra forseti! FORSETI: Herra alþingismaður, Gunnar Jónsson, tekur lil máls.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.