Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 13

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 13
VORIÐ 15 ast, og það voru óþvegin orð, sem hann slöngvaði inn yfir boi'ðstokk- inn á skútunni: „Bannsettir þorpararnir. Þið liggið bara og hrjótið. En ég skal kenna ykkur betri siði. Ég skal. . “ Skipstjórinn snaraði sér inn fyrir borðstokkinn, en í sanra bili var ráðizt á hann og honum slengt flöt- ura á jrilfarið. „Hjálp! Morð!“ kallaði hann. „Eruð þið vitlausir, drengir, slepp- ið mér samstundið.“ „Komdu með vasaljósið!“ kallaði einhver, og nú tók Claudíus skip- stjóri eftir |>ví, að nrargir menn voru á þiljum, en hann sá þar ltvergi sína pilta. Nú kom einhver og lýsti framan í liann með vasa- ljósi og í sama bili kvað við undr- unaróp. „Þetta er einhver garnall maður, skeggjaður,” var kallað út í hópinn. „Getur'ekki verið, að hann sé grímuklæddur?“, spurði einhver. „Sleppið mér! Sleppið mérl“ öskraði skipstjórinn. „Hvað viljið þið mér? Hef ég kannske falskt skegg? Eruð þið allir vitlausir?" Fyrirliðinn — sá sarni, sem verið hafði með í að handtaka drengina — gaf skipun um að sleppa Claudí- usi, og að vörmu spori stóðu þeir hvor andspænis öðfunr á þilfarinu. Fyrirliðinn hélt enn á vasaljósinu í hendinni. „Hverjir eruð þið, og hvaða er- indi eigið þið hingað?“ spurði Clau- dius skipstjóri með óstyrkri röddu. Hann var líka dálítið óstyrkur í fótunum eftir viðureignina. „Þetta hljóta að vera einhver mis- grip,“ stamaði foringinn. „Við er- um skátar og erunr á eins konar æfingaferð, ásarnt öðrum skáta- flokki, senr átti að koma að norðan og skyldum við hittast hér í ákveð- inni skútu. Þetta var allt fyrirfram skipulagt, en — — — en það var ekki þessi skúta. . . .“ „Nei, það var ekki jressi skúta," hreytti skipstjórinn út úr sér og var nú farinn að ná sér aftur. „Skátar! segið jrið. Hvað er jrað nú eigin- lega? Voruð við æfingar, ætluðuð að hittast í skútu! Hvar eru Jreir Ferdinant og Oli? Eruð Jrið ef til vill búnir að stela þeim?“ Foringinn skýrði nú frá, að þeir hefðu tekið Jrá fasta, Jrví að Jreir hefðu haldið, er þeir fundu Jrá sof- andi og Jieir síðan þóttust vera létta- drengir á skipinu, að Jretta væru allt sarnan einhver brögð frá þeirra hálfu. Nú var Claudíus skipstjóri búinn að jafna sig til fulls og las hinum aðkomnu piltum ófagran lestur, og ræðu sína endaði hann á jressa leið: „Nú gerið þið svo vel og sækið þá Ferdinant og Óla. Og Jrað verð- ur að gerast á svipstundu. Eftir eina klukkustund verða þeir að vera komnir hingað aftur. Nvi er að renna á byr og við létturn akker- um eftir litla stund. Og hafið svo í huga, að aðgæta í næsta skipti, hverjir það eru, sem þið ráðist á,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.