Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 18

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 18
80 VORIÐ og vanskapaðan hest, en þar eru einnig margir fagrir og glæsilegir hestar. En þú skalt taka þennan gamla Iiest og færa kóngi, því að það er hann, sem hefur týnt skeif- unni.“ Jósef lagði undir eins af stað til hallarinnar. I hesthúsinu fann hann hestinn, sem hann leitaði að, og sá að eina skeifuna vantaði undir hann. En leitt þótti honum að þurfa endilega að taka þennan gamla og i jóta klár, þar sem nóg var al' fögrum fákum. En nú vildi hann ekki br jóta boð gamla Grána. Hann teymdi klárinn út og steig á bak honum. En í sama bili breyttist liann og varð að þeint fegursta og glæsilegasta hesti, sem Jósef hafði npkkru sinni séð. Kóngur varð glað- ur við, þegar Jósef færði honunr svo fagran hest, en ánægður varð hann þó ekki. „Nú verður þú að færa mér fuglinn, sem hefur týnt gull- fjöðrinni,‘ ‘hrópaði hann til hesta- sveinsins. Jósef fór þá aftur til Grána gamla að biðja hann ráða. ,,Ég vil hjálpa þér,“ sagði Gráni. „Farðu aftur til hallarinnar. Þar mu-ntu finna fuglabúr eitt og í því garnlan og ljótan fugl. Þennan fugl skaltu taka og færa kóngi. í búrinu eru einnig margir fagrir söngfugl- ar, en þú skalt einungis taka þann gamla og ljóta. Jósef lagði þegar af stað og fór í öllu eftir tilvísun Grána. í höllinni fann hann búrið og var fuglinn þar í. Hann tók hann og lagði af stað heimleiðis. En mikið langaði harih til að taka heldur einhvern hinna fögru söng- fugla, er þar voru. En svo fór sem fyrr, að hann var naumast kominn út úr höllinni, er fuglinn breyttist í yndislega fagran söngfugl, skreytt- an gullfjöðrunr. Og svo söng hann fagurlega, að Jósef varð þess ekki var að leiðin heim var bæði löng og ströng. Og nauðugur afhenti hann kóngi fuglinn, þegar hann kom heim. Kóngur varð mjög hrifinn af fuglinum. En hann varð ekki ánægður á meðan hann vissi ekki neitt um hárlokkinn. Eíklega var hann af ungri og fríðri prinsessu. Og hann sagði við Jósef: ,,Ef þú færir mér ekki prinsessuna, sem hárlokkurinn er af, skal ég láta drepa þig.“ Veslings unglingurinn gekk þá hryggur á fund trygglynda ráðgjafans síns í hesthúsinu. Og það varð ekki árangurslaust. „Farðu enn til hallarinnar," mælti Gráni. „Hún er í álögum. Þai muntu linna prinsessuna. Þú munt ganga gegnum fjögur herbergi. í því fyrsta mun mæta þér ung og fögur prinsessa, í því næsta muntu sjá aðra ennþá fríðari, og í því þriðja er prinsessa, sem er ímynd sjálfrar fegurðarinnar. En þú mátt ckki láta neina þeirra ginna þig. Inn í fjórða herbergið skaltu fara. Þar hittir ]rú gamla og ljóta kerl- ingu. Sú er öl 1 skökk og með kryppu úr bakinu. Hana skaltu taka og færa kóngi.“ Jósef fór þegar til hallarinnar, og var þar allt eins

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.