Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 27
VORIÐ
89
að hreyfast. En ekki var það neitt
að ráði. Þá reiddist Hans, lank upp
glugganum, leit út í bláinn og taut-
aði. En í því bili sér hann mikinn
sæg af vængjuðum loftöndum, sem
llögruðu allt í kringum mylluvæng-
ina og blésu. Honum varð fyrst
liverft við þessa sjón og horfði þegj-
andi á hana. En síðan dettur hon-
um í hug, að þetta kunni að vera
einhvers konar lifandi vindbelgir,
sem sendir sétt lionum til hjálpar.
En hvernig sem þeir blésu og tútn-
uðu út af áreynslu, gátu þeir ekki
komið neinni hreyfingu á myllu-
vængina.
Þá gat Hans ekki lengur setið á
sér, teygði sig út úr glugganum og
kallaði í hópinn:
„Miklir ónytjungar eruð þið!
Getið þið ekki blásið, strákar, svo
að mér nægi?“
Loftandarnir litu við og fitjuðu
upp á, hv'or framan í annan, en síð-
an sneru þeir bakinu að Hans. Þá
kallaði hann:
„Heyrið, snáðar, skilið til hans
föður ykkar, að ég biðji hann að
koma sjálfan, því að þið eruð svo
handónýtir."
Loftandarnir kinkuðu kolli og
hlógu að þessu. Þá lrugsaði Hans
méð sjálfunt sér, að það væri óska-
>'áð, ef liann gæti handsamað svo
sem 12 af þessurn vindbelgjum, til
þess að hafa þá heldur en ekki neitt,
þegar Stormur hefði ekki tíma til
að' konha sjálfur. Hann seildist þá
út úr glugganum og ætlaði að ná í
vængina á þeim, sem næstir voru,
en hann var ekki nógu handfljótur,
því að þeir hrukku frá eins og ör-
skot og sögðu hinum félögum sín-
um frá, hvílíkur hrekkjalómur
Hans væri. Síðan hvísluðust. þeir á
stundarkorn og flugu svo burt. En
þá kallar Hans:
„Æ, i'arið ekki burt, snáðarnir
mínir góðu. Lítið er betra en ekki
par, og ég skal ekki oftar glettast
við ykkur. Hinir héldu áfram eigi
að síður, svo að Hans varð að láta
sér nægja að kalla á eftir þeim. Bað
hann þá fyrir hvern mun að
gleyma ekki, hvar hann byggi og
skila því síðan til Storms, föður
jæirra, að senda hið allra fyrsta
stöðugan og snarpan vind.
Nú stóð myllan aftur og gat ekki
rnalað, og Hans tók ekki á heilum
sér af gremju yfir því, að hann
hafði ekki getað fest höndur á
vindbelgjunum litlu. Á nóttunni
dreynrdi hann ekki um annað en
vængjaða loftanda og vindbelgi, og
á daginn huggaði liann sig við það,
að hann kynni þó að fá vind fyrir
skilaboðin, sem hann hafði sent
með þeim. Þegar nú sífelldir þurrk-
ar bættust ofan á lognið, og aldrei
kom deigur dropi úr lofti, svo að
allar jurtirnar í garðinum voru
lagstar út af, þá rnátti segja. að
armæðan reið ekki við einteyming
þar, sem Hans átti hlutinn að.
Kvöld eitt liafði Hans farið að
heiman með mestu ólund, lil að
biðja kunningja sinn að lána sér fá-