Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 16
V O R I Ð
G rán i gam I i.
Einu sinni var kaupmaður. Hann
átti son þann, er Jósef hét. Dag
nokkurn, þegar Jósef var fulltíða,
kalfaði faðir hans hann til sín og
mælti: ,,Ég ætla að senda þig til út-
landa. í því skyni hef ég kcypt
handa þér góðan hest, og bíður
hann tygjaður hér úti. Og hérna
eru peningar, sem eiþa að nægja þér
til fimm ára, en fyrr en sá tími er
liðinn, vil ég ekki sjá þig.“
fósef kvaddi föður sinn þegar,
steig á bak hesti sínum og reið burt.
Ekki hafði hann lengi farið, er
liann kom að veitingahúsi nokkru.
Þar inni var glaumur og gleði. fós-
eí var að eðlisfai i hneigður til gleð-
skapar. Hann steig því af baki,
gekk inn og skemmti sér með hin-
um gestunum. Hann dansaði og
spilaði og gætti sín ekki fyrr en
hann hafði eytt öllum peningunum
sínum. Sá hann þá ekki annað ráð
vænna en að halda ferðinni áfram
slyppur og snauður, en gramur var
hann sjálfum sér fyrir léttúðina.
Nú hélt hann sem leið lá eftir
veginum, en ekki hafði hann lengi
farið, er hann mætti riddara nokkr-
um. Sá reið gömlum, apalgráum
hesti og fór hægt, því að klárinn
var latur og þreytulegur. Jósef datt
nú í liug að bjóða riddaranum
hestakaup. Gráni var reyndar ekki
girnilegur, en hann mundi ef til
vill fá eitthvað í milli, og nú var
liann í þörl' lyrir peninga. Riddar-
inn var til með að skipta, og iirðu
Jieii ásáttir um, að hann gæfi Jósef
100 kr. í milli. Og síðan hélt hvor
sína leið. fósef 1 »rá við. Nú gat
hann ekki farið nema fót lyrir fót.
en svo liafði hann líka pcninga í
vasanum. Það var farið að rökkva.
Þá sá hann allt í einu eitthvað skín-
andi fagurt í götunni. Hann fór af
baki og sá, að það var gullskeifa.
„Þetta var happafundur," lntgsaði
Jósef, og stakk skeiíunni í vasa
sinn. En þá hristi Gráni gamli höf-
uðið, eins og hann vildi segja:
,,Láttu hana liggja." Jósef skeytti
]»\ í engu, en steig á bak og hélt
áfram. En ekki hafði hann lengi
farið. er hann sá aftur eitthvað
glitra í götunni. Það var gullfjöð-
ur. Gráni hristi aftur höfuðið, en
Jósef lézt ekki sjá það og tók fjþðr-
ina upp. Nokkuð lengra burtu lá
enn eitthvað glampandi á jörðinni.
Það var hárlokkur, skínandi bjart-
ur. Jósef fór af baki og tók hann.
En þá fór Gráni gamli að tala og
sagði: „Taktu ekki þennan hárlokk,
hann verður þér til óláns.“ En Jós-
ef skeytti ekki heldur þessari að-
vörun. Honurn fannst hann hafa
verið heppinn að finna svo dýr-
mæta hluti og geymdi þá vel. Að
nokkrum dögum liðnum kom Jósef