Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 11

Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 11
V O R I Ð 73 hér kyrrir, þangað til þeir fá frek- ari fyrirskipanir." Þegar Ferdinant hafði staðið á fetnr, sneri hann sér að fyrirliðan- um og spurði reiðilega: ,,Hvert ætlið þér að fara með okkur? Hvað eigið þér við með öllu þessu?“ Foringinn liló og liinir tóku und- ir. ,,Þú ert ágætur leikari," mælti Þann. „Haltu bara áfram þínum leik, en nú kemur þú á skipsfjöl okkar og þá skaltu sjá til, hvort við höfum ekki góðan matreiðslu- mann.“ „Við megum ekki yfirgefa skút- una,“ sagði Ferdinant, „Claudíus verður þá hamslaus af reiði.“ „Hver er þessi „Claudíus?" spurði tyrirliðinn glettnislega. „Það er auðvitað skipstjórinn okkar,“ svaraði Ferdinant vondur. „Já, auðvitað, ég var nærri búinn að gleyma því,“ mælti foringinn hlæjandi. „En ef vel gengur, liöfum við einnig hendur í hári Claudíus- ar- Vertu bara rólegur, vinur minn.“ Oli var orðinn fjúkandi reiður, °g til að reyna að svala reiði sinni, setti hann fótinn fyrir einn piltinn, senr var á aldur við hann, en hinir tóku eftir tilræðinu í tíma, tveir pkltar réðust að honurn og fyrir því ofurefli varð hann að beygja sig. Aðkomumennirnir fóru nú með þá félaga út í bát, sem lá við skips- hliðina, og frant við stefnið lá ann- ar. Báðir bátarnir fylltust nú á svip- stundu af þessum ræningjalýð. Ola taldist þeir vera tíu með þeim, sem eftir urðu á skútunni. Þetta hljóta að vera áfengissmygl- arar,“ hvíslaði Ferdinant að Óla. „En, hvað ætla þeir að gera með okkur?“ hvíslaði Óli aftur. „Þeir drekkja okkureftil vill, jtegar dimmt er orðið,“ sagði Ferdinant. „Eða sigla með okkur út á haf.“ Hann hafði fyrir skömmu lesið sögu urn þess konar menn, sem ekki virtu mannslífin rnikils. „Fangarnir mega ekki tala sam- an,“ skipaði fyrirliðinn. „Karl, taktu þér sæti á milli þeirra.“ Einn hinna ungu ræningja hlýddi skipun foringjans og settist á milli þeirra félaga. „Hverjir eruð þið, og hvað viljið þið okkur?“ spurði Óli unga mann- inn, sem setzt hafði hjá þeim. Ungi maðurinn hló.------,,]á, þér þætti sjálfsagt ekkert að því að fá að vita það, því að á því veltur líf ykk- ar. En varið ykkur, við höfum leit- að ykkar í tvo daga, og loksins tókst okkur að finna ykktir. Ferdinant leit í kringum sig. Engrar hjálpar var að vænta. Ef svo færi, að gufubátur yrði á leið þeirra, skyldi hann hrópa á hjálp, jafnvel þótt það kostaði líf hans. Bátunum miðaði vel áfram og það var auðséð, að pil tar þessir voru vanir ræðarar. Óla varð hugsað til foreldra

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.