Vorið - 01.09.1945, Blaðsíða 32
VORIB
UR HEIMI BARNANNA
Þegar ég fór upp í tunglið.
Ég fór nú reyndar ekki almenni-
lega upp í tunglið, en ég fór þang-
að einu sinni í draumi.
Mig dreymdi, að ég væri á gangi
uppi á háu fjalli. Þá kom til mín
karl, heldur enekkiófrýnilegurmeð
skegg niður á bringu og úfið hár,
því að sjálfsagt hefur hann aldrei
greitt sér.
Þegar ég sá hann, var víst næsturn
liðið yfir mig. En þegar ég hafði
jafnað mig eftir mestu hræðsluna,
spurði ég, hver hann væri.
En hann sagði, að liann væri
karlinn í tunglinu, og spurði, hvort
ég vildi koma með sér upp í tungl-
ið. Ég var til í Jrað.
Svo lögðum við af stað.
Brátt komum við að mjög háum
stiga, og gengum upp hann.
Eftir langa mæðu komumst við
upp.
Sá ég þá hús eitt úr torfi, og
]>angað fórum við. Þar stóð kerling
yl'ir grautarpotti og hrærði í. Hún
sagði um leið og við komum inn:
„Hvaða stelpu kemurðu nú þarna
með?“
„O, Jrað er nú bara mannheims-
búi,“ svarar karl.
„Nú, ])að er svoleiðis," segir kerl-
ing.
En við mig sagði hún: „Það er
víst bezt, að Jjú farir að koma Jrér í
bólið, greyið. Þú getur kannað
tunglið á morgun.“
Ég féllst á það, því að ég var orð-
in lúin.
Morguninn eftir fór ég snemma
á fætur til þess að skoða tunglið.
En um miðjan daginn fór mig
að langa heim. Ég sagði Jrví við
karlinn: „Mig er farið að hálf langa
heim, heldurðu að Jdú vildir ekki
lána mér stigann, til þess að fara