Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 36
32
VORIÐ
Dægradvöl
Hve gamall ertu?
E£ þú vik fá sönnur á, hve gamall ein-
hver er, gerir þú það sem hér segir:
Fyrst biður þú viðkomandi mann að
margfalda raðtölu fæðingarmánaðar síns
með 2. Síðan bætir hann 5 við þá tölu og
margfaldar þú útkomu með 50. Við þessa
nýju tölu leggur liann svo aldur sinn, en
dregur svo 365 frá þeirri tölu. Loks legg-
ur hann 115 við. Þá er eftir að vita, hvað
þessi lokaútkoma merkir. Fyrsta talan
merkir fæðingarmánuðinn, en hin talan
eða tölurnar merkja aldur mannsins.
menn víða á landinu einkum í sveitun-
um. Útsölumenn fá 20 prc. í sölu- og inn-
heimtulaun.
Með kærri kveðju.
Ú tgefendur.
Við skulum taka dæmi og hugsa okkur,
að viðkomandi maður sé 15 ára og sé
fæddur í ágúst. Þá lítur þetta þannig út:
2-8 =16
Bæta 5 við = 21
Margfalda með 50 = 1050
Bæta aldrinum við (15) = 1065
Draga frá 365 = 700
Bæta við 115 = 815
Talan 8 merkir þá mánuðinn ágúst, en
talan 15 merkir aldur mannsins.
Reynið þetta á ykkur sjálfum, eða ein-
hverjum öðrum.
Refur hafði komizt inn í hænsnagarð
og hélt sér þar veizlu. Svo læddist hann
út í skóginn aftur í góðu skapi.
„Ég hef góða von um flciri svona mál-
tíðir," hugsaði refurinn, „því að ég veit,
að hænurnar, sem ég drap, eru aðeins
fjórði hluti af þeim, sem eftir eru. Ef ég
get náð þeim öllum,«fæ ég alls 15 hænur."
Hve margar hænur hafði refurinn tekið,
og hve margar voru eftir?
Leikflokkur barnaskólá Vopnafjarðar.