Vorið - 01.06.1959, Side 12

Vorið - 01.06.1959, Side 12
50 V O R I Ð því að hugga hann og hughreysta, og hann fékk allt í einu svo mikið traust á þessum nýja vini sínum, að hann reis á fætur og ásetti sér að fara í öllu að hans ráðum. Og nú tók hvítklæddi sveinninn í hönd Péturs og leiddi hann út í dýrð himinsins, og allur ótti, öll sorg og allur söknuður hurfu nú úr sál hans á svipstundu, því að hann var kominn til guðs. Dagarnir iiðu, bjartir og yndis- legir. Þarna voru engar nætur og ekkert myrkur. Enginn vetur og enginn knldi. Það var alltaf yndis- legt vor. Jafnvel ennþá fegurra en heima, þegar sólin var að koma upp á morgnana, eða setjast á kvöldin. Eitt sinn kom orð til Péturs um það, að liann ætti að ganga frarn fyrir Drottin. Þetta var svo stór- kostlegur viðburður í lífi hans hér á himnum, að það var ekki laust við, að hann kenndi kvíða. Hverju gat hann, þessi litli og fáfróði drengur, svarað sjálfum konungi himnanna, ef hann spyrði hann ein- livers? Hvað gat hann, svona lítill, gert fyrir konung himins og jarðar, sem hafði milljónir herskara til að framkvæma vilja sinn? Engiliinn, sem hafði komið með þessi skilaboð, leiddi hann af stað. Þeir gengu þögulir nokkra hríð. Allt í einu námu þeir staðar, og Pétur, sem ekki þorði að líta upp, heyrði að engillinn sagði: „Drottinn allsherjar! Hér er ég kominn með barn þitt, sem mér var falið að sækja.“ Þá heyrði Pétur milda og blíða rödd, sem mælti: „Ég hef verkefni lianda þér, barnið mitt. Þrjú l'átæk börn á jörðunni hafa misst foreldra sína. Eg hef ætlað þér það hlutverk að vera verndari þeirra. Ætíð, þegar þau eru í einhverri hættu, átt þú að standa við hlið þeirra og gæta þeirra. Ég mun blessa starf þitt og gefa þér styrk til að rækja það vel. Far þú í friði!" Pétur fann, að þessari heimsókn var lokið, og nú skeði nokkuð ein- kennilegt: Hann fann undarlegan mátt streyma um sig allan. Hann óttaðist nú ekkert, kveið engu, en fann aðeins til fagnaðar og gleði. Hann, iitli drengurinn, átti að verða sendiboði guðs til að vinna kærleiksverk niðri í jörðunni. „Má ég einnig hjálpá pabba og mömmu?“ spurði liann engilinn. „Já, ef þau þurfa þess með. Þú mátt hjálpa öllum börnum, sent eru í einhverri hættu. Guð hefur skipað þér í sveit þeirra verndarengla, sem eiga að gæta barna jarðarinnar, þegar þau eru í hættu stödd. Ég óska þér til hamingju með þetta göfuga starf.“ Pétur var svo glaður, að hann gat ekkert sagt. En engillinn sagði hon- um að nú yrði hann að ganga í skóla í nokkurn tíma, þar sem hon-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.